Hvað er til af gönguskíðum eða verður til í verslunum, verð???

madhsu

Nýlega sendi ég fyrirspurn til nokkurra skíðainnflytjenda til að kanna hvort þeir geti hugsanlega flutt inn eldri framleiðslu, eða útlitsgölluð (t.d. lakkgallar) skíði, þannig að verð á nýjum skíðum verði viðráðanlegt. Þetta sendi ég til Útilífs, Everest, Núps, Marksins, Fjallakofans og Íslensku Alpanna.

Eftir er að kanna hjá Intersport og Skíðaþjónustunni á Akureyri. Markið svaraði að þar yrðu ekki gönguskíði.

Frá Núpi á Ísafirði barst eftirfarandi: Ég á til ca. 10 pör af Madshus Ultarsonic riffluð skíði á kr. 26.500,-12 pör af Hypersonic keppnisrifflur á ég á kr. 34.900,-Skó á ég e-ð til, vantar að vísu stærð 43,44,Það eru einhver keppnisskíði til, ekki að vísu í þyngd 70-80 kg, heldur  45-65 kg og 85-95kgSvo fæ ég sendingu í nóvember sem ég vona að ég nái að halda í svipuðu  verði  og í fyrra.

Frá Íslensku Ölpunum barst eftirfarandi:
Við eigum nú þegar á lager gömul módel sem við erum að gefa 50% afslátt  af. Um er að ræða brautarskíði almennings án rifla. Um er að ræða 2 pör 179cm án bindinga fullt verð 16.995. -50%  og eitt 193cm með bindingum. 26.996. -50%.


Nú er um að gera að fara og skoða það sem til er og gera góð kaup.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband