Spor í fjöllunum

Flott spor í fjöllunum í dag og blár extra.  Starfsmenn skíðasvæðanna brugðust  vel við og lögðu 2km spor á leirunni.

Þó nokkrir mættir á æfingu og gengu hring eftir hring, börn og fullorðnir.  Ljósmyndari Mbl mætti á svæðið og tók nokkur skot af okkur.  Veit ekki hvort við Ullungar erum góðar fyrirsætur en þetta er allavega góð kynning fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær byrjun á vetrinum.

Nú ætla ég að fara og mynda fjöllin úr lofti í dag. Vonandi koma nothæfar myndir til að vinna eftir leiðir út úr því.

Svo stendur skálinn okkar við Neðri Sléttu (Svæðið heitir það samkv. örnefnaskrá). Ekki við Leirur, sem er nafn sem við þurfum að afmá.

kv. ÁTr.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 13:21

2 identicon

Fór mína fyrstu skíðaferð i vetur i eftirmiddaginn og gekk 5 hringi á Neðri Sléttu.

tunglið kom upp og skemmti mér i síðustu hringjunum og veðrið var fínt, aðeins byrjað að skafa i sporið. Eg skíðaði til 18:40 og var þá orðið mjög rökkvað.

Notaði mér skálann fékk að skella í lás þar eð ég var síðust.

Svakalegur munur að hafa upphitað húsnæði við brautina.

Vilborg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband