Snjóar í Bláfjöllum

Var að tala við fólk í Breiðabliksskálanum sem sagði mokandi hríð í Bláfjöllum. Ég stefni á að kíkja uppeftir í fyrramálið, spáin góð, fer með "grjótskíðin" og sé hvort hægt er að ganga eitthvað og reynni að koma boðum til einhvers sem getur komið fréttum hér á síðuna. Það væri nú ekki amalegt ef við hér næðum æfingu á snjó á undan þeim fyrir norðan og vestan eða kannski eru þeir þegar komnir af stað?

Húsið nýtist samt varla þar sem ekki er búið að tengja rafmagnið en það verður um miðja næstu viku. Einnig er ætlunin að setja möl að húsinu og í kringum það og síðan þarf að smíða tröppur/pall við dyrnar væntanlega gæti það orðið um næstu helgi.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var æfing á snjó fyrir norðan síðustu helgi sjá

http://www.skidi.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1561&Itemid=1

það er búið að gera spor í Hlíðarfjalli í dag

kveðja að norðan

Helgi H. Jóh. (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband