23.9.2009 | 23:17
Hjólaskíðamót Ulls
Okkar árlega hjólaskíðamót fer fram á laugardaginn næsta, 26.09. kl 14:00 við golfvöllilnn í Mosó.
Gengnir verða 6 hringir á 1,5km braut á nýlögðu malbiki.
Veitt verða verðlaun í karla og kvennaflokki og svo aldeilis góð úrdráttarverðlaun :)
Við hvetjum alla til að koma og taka þátt eða fylgjast með. Í fyrra voru um 20 þátttakendur og var keppnin jöfn og spennandi.
Hægt er að leggja bílum við golfvöllinn eða við Úlfarsána, þar sem Korpuvöllur og golfvöllurinn í mos mætast.
Allar nánari upplýsingar og skráningu er hægt að nálgast hjá Hólmfríði Völu, 821-7374
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.