Æfingar hefjast á þriðjudaginn.

Jæja nú er komið að því að fara að hittast reglulega. Hugmyndin er að vera með tvær æfingar í viku. Hjólaskíði á þriðjudögum fram að snjó. Kl 17:30 mæting við Víkingsheimili.

Svo er stefnt að því að taka fjallgöngu eða hlaupatúra kl. 10 á sunnudagsmorgnum.

Daníel Jakobsson ætlar að sjá um æfingarnar og eru þær öllum opnar,  byrjendum sem og lengra komnum. Aðalmarkmiðið er að efla félagsandan þannig að gaman væri að sjá sem flesta. Jafnframt verður farið í tækniæfingar o.fl.

Þeir sem óska eftir því að fá uppsetta æfingaáætlun geta haft samband við Daníel Jakobs, danielj@landsbankinn.is

Gott væri ef áhugasamir myndu, láta vita með mætingu á ofangr. meil.

Hólmfríður Vala og Daníel verða saman með barnaæfingarnar. Þær verða á laugardögum og sunnudögum kl 13:00 og hefjast um leið og snjórinn kemur.

 KK dja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því má bæta við að Hólmfríður Vala mun sjá um æfingar fyrir börnin.

Þóroddur F. (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Skíðagöngufélagið Ullur

Athuggasemd mín hér að ofna var algjörlega óþörf. Stundum þarf maður að lesa betur það sem skrifað er.

Þóroddur F.

Skíðagöngufélagið Ullur, 22.9.2009 kl. 07:48

3 identicon

Ég kemst ekki í dag en stefni á að vera með eins og ég get :)

Hrefna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 17:13

4 identicon

Ég segi sama og Hrefna! ! :) 

Má annars vera með þó maður sé ekki skráður í félagið?! ! ?

Sandra Dís (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 18:52

5 identicon

Allir velkomnir á æfingu og svo eru auðvitað allir velkomnir í félagið :)

Kíkti á kappana áðan og það var bara fín æfing sýndist mér. Góð mæting og var farið í smá tækniæfingar og gengið í áttina að Nauthóli.

vala (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 19:59

6 identicon

Neita að mæta á hjólaskíðaæfingar, þar sem þær eru bremsulausar!  Er dottin inn í undirbúning fyrir NY maraþon án þess að ætla þangað.  Hlaupum  í rólegheitum 55-60 km. á viku um þessar mundir, sem þýðir 25-30 km. á laugardögum.  Er þess vegna með hlaupa"þynnku" á sunnudagsmorgnum en myndi þó ekki slá hendinni á móti fögru fjalli, þ.e.a.s fjallgöngu.  Gott væri að sjá það hér á síðunni hvort stefnan er tekin á fjallgöngu eða hlaup.

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband