Fræðslukvöld ÍSÍ

Fræðslukvöld ÍSÍ fara nú aftur af stað eftir sumarfrí og hefjast fimmtudaginn 17. september nk. á Akureyri og 24. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík.  Kennt verður í 5 kennslustunda lotum og er þessi fræðsla jafnframt liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi almenns hluta.  Fræðslukvöldin hefjast kl. 17.00 á báðum stöðum og lýkur kl. 21.00.  Fræðslukvöldin eru öllum opin, 16 ára og eldri, þ.m.t. þeim sem ekki ætla sér í þjálfaranám.  Fræðslan getur t.d. í sumum tilfellum hentað iðkendum íþrótta og aðilum sem þurfa að sækja sér endurmenntun. Skráning er á namskeid@isi.is og þarf henni að vera lokið tveimur sólarhringum fyrir hvert námskeið.Námskeiðsgjald er kr. 3.500.- og greiðist fyrir upphaf námskeiðs.

Allar frekari upplýsingar um fræðslukvöld ÍSÍ veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is.

Fim. 17. sept. á Akureyri.  Næring íþróttafólks/lyf og íþróttirFim. 24. sept. í Reykjavík.  Skipulag þjálfunar (fyrri hluti)Fim. 8. okt. á Akureyri.  Íþróttameiðsl.Fim. 15. okt. í Reykjavík.  Skipulag þjálfunar (seinni hluti)Fim. 22. okt. á Akureyri.  Skipulag þjálfunar (fyrri hluti)Fim. 29. okt. í Reykjavík.  Starfsemi líkamansFim. 5. nóv. á Akureyri.  Skipulag þjálfunar (seinni hluti)Fim. 12. nóv. í Reykjavík.  ÍþróttasálfræðiFim. 19. nóv. á Akureyri.  Siðfræði/forvarnir.Fim. 26. nóv. í Reykjavík.  Siðfræði/forvarnir 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband