13.8.2009 | 13:02
Vinnuhelgi í Bláfjöllum, verkefnaskrá
Sæl, öll. Verkefnin verða í megin atriðum eftirfarandi.
1. Fúaverja húsið.2. Lagfæra snjógirðinguna og bæta við hana annarri einingu.
3. Framhald grjóthreinsunar úr skíðasporssvæði.
4. Tína upp spítur/drasl og taka niður gömul ónýt skilti á skíðaleiðum.
5. Ljúka við að bræða í skíðin sem voru keypt í fyrra.
6. Borða nesti og ræða um húsið og hvaðeina sem starf okkar varðar.
Fúavarnarefni og áhöld verða á staðnum, gott að 2-3 láti vita hér að þeir komi með tröppu/stuttan stiga, grófa garðhrífu, malarskóflu og 1-2 hjólbörur. Hafið líka hamar í skottinu,vinnuvettlinga, nesti og gamla skó.
Vinnan hefst kl 10 á laugardagsmorgun og það fer eftir mætingu og veðri hvað við verðum lengi frameftir (15-16) og hvað hver og einn hefur tíma aflögu.
Þóroddur F.
Athugasemdir
við mætum. Reyni að troða hjólbörum og skóflum í bílinn.
kv. vala og dj
vala (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 08:08
Hugsanlegt er að við getum ekki borið seinni umferð á húsið fyrr en á sunnudaginn.
Gott væri að frétta af fleirum sem ætla að koma og hvað af tólum þeir geta komið með.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:47
Vonandi get ég litið eh. við. Var svona hálfpartinn búinn að segjast ætla að hjálpa til við að setja gamla skálann við Tindfjallajökul niður á sinn gamla stað aftur, en sú framkvæmd verður einmitt á morgun. Reyni samt að láta sjá mig í Bláfjöllum og „redda verkinu“ að vanda. :o)
kv. Árni Tr.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 15:24
Kemst ekki fyrr en undir hádegi, en mæti þá með tröppu, skóflu og eitthvað af verkfærum.
Kv. Eiríkur.
Eiríkur (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:58
Hæ! Ég mæti líklega með mínu fólki uppúr hádegi.
Hrefna (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 23:56
Þetta gekk bara vel í dag og á morgun er ætlunin að bera aðra umferð á húsið, byrjum kl 10 í fyrramálið.
Þóroddur
Þóroddur (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.