Kópaþrek

Kópaþrek verður haldið fyrir unglinga í aldurshópnum 13-16 ára (alpagreinum og skíðagöngu) helgina 18.-20. september nk. í Bláfjöllum.

Kópaþrek er æfingabúðir þar sem markmiðið er að styrkja félagsleg tengsl unglinga í aldurshópnum 13-16 ára og auka þrek og þol þeirra. Þannig geta skíðakrakkar alls staðar af landinu eytt helginni saman við æfingar, fræðslu og skemmtun. Skíðafélögum er velkomið að senda fararstjóra með þátttakendum. 

Á bloggsíðunni 
http://kopathrek.blog.is/blog/kopathrek/ er að finna ýmsar upplýsingar um Kópaþrek og þar verða upplýsingar birtar um dagskrá o.fl. þegar nær dregur.

Þátttökugjaldið er 15.000 krónur og í gjaldinu er allt innifalið, s.s. gisting, fullt fæði, fræðsla og skemmtum. Með ferðum frá Ísafirði/Akureyri/Egilsstöðum er gjaldið 18.000 kr. Þátttökugjaldið skal greiða inn á reikning skíðadeildar Breiðabliks: 0130-05-112373. Mikilvægt er að setja nafn barns í tilvísun.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi 14. september nk., hjá Gísla Gíslasyni á netfanginu: bsmidjan@simnet.is. Gefa þarf upp nafn barns, kennitölu, heimilisfang og félag. Auk þess þarf að gefa upp nafn og símanúmer foreldra. 

Með bestu kveðju

Kópaþreksnefnd

Skíðadeild Breiðabliks


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband