10.8.2009 | 16:32
Koma svo, sagði einhver. Æfingar og Bláfjallafréttir
Sæl öll. Eflaust eru einhverjir komnir 'a hjólaskíðin eða búnir að vera á fullu á hjólaskíðum undanfarið, + hlaup, hjólreiðar og fjallgöngur en ég hef aðeins gert hið síðasttalda en ætla að taka fram hjólaskíðin núna á eftir og fara í Fossvoginn eða niður á Sæbraut/Laugarnes-Reykjavíkurhöfn.
Gaman væri að heyra frá ykkur og koma upp vikulegri samverustund á hjólaskíðunum t.d. í Fossvoginum og t.d. byrja þar á 20-30 mín samæfingu og síðan fari hver á sínum hraða. Stefnum að hjólaskíðamóti í september (var í loks sept, í fyrra).
Deiliskipulag í Bláfjöllum er ekki komið í gegnum kerfið og óljóst hvenær það liggur fyrir við erum því að huga að öðrum "bið" möguleika varðandi húsið og upplýsum það þegar það skýrist. Við þurfum hins vegar að bera fúavarnarefni á húsið, bæta snjógirðingu og vinna áfram við að slétta sporsvæðið og er stefnt að vinnuferð á laugardaginn kemur, fylgist því með hér á síðunni.
Kveðjur
Þóroddur F.
Athugasemdir
Hæ, lýst vel á þetta. Hins vegar að þá vantar mig hjólaskíði, er einvher sem getur selt/lánað mér skíði?
kv,
Hlynur
Hlynur Hreinsson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.