Birkebeinerrennet.

Erum aðeins byrjuð að skoða Birkebeinergönguna sem fram fer laugardaginn 21 mars 2010. Það er ekki búið að opna fyrir skráningu en hún hefst ekki fyrr en í október.

Keppnin fer fram á milli Rena og Lillehammer í Noregi. Gönguleiðin er 54 km og hver þátttakendi verður að vera með a.m.k. 3,5 kg bakpoka á bakinu. Ólíkt Vasagöngunni þá er ekki öllum startað í einu heldur eru ráshópar sem gera það að verkum að þrengslin eru ekki eins mikil. Þrátt fyrir það eru rúmlega 13.500 keppendur.

BirkebeinerprofilBrautin er líka meira á fótinn en í Vasa. Fyrstu 20 km eru á fótin svo eru 6 léttir svo aftur 10 á fótinn og svo létt síðustu 13 km. Markið er í Lillehammer á Ólympíuleikvanginum. Mjög auðvelt er að ferðast til Lillehammer. Flogið er til Osló og þaðan er 2ja tíma lestarferð. Fyrirhugað er að gista í Lillehammer en fáir staðir í heiminum bjóða upp á jafn glæsilega aðstöðu til skíðagöngu þannig að þarna er gott að vera.

Startið er í 280 metra hæð og hæst er farið í 910 metra hæð eða um 600 metra hækkun sem mest. Eftir það er svo mikið niður á við og markið er í 490 metra hæð yfir sjávamáli.

Birkebeineren er ein af stræstu göngunum í Fis marathon cup. Gangan er yfirleitt líka sú síðasta á árinu og þarna ráðast því oft úrslitin í samanlagðri keppni í FIS marathon cup. Í ár er þetta líka Heimsbikar þannig að líklega verða flestir bestu skíðamenn heimsins þarna.

Hér má sjá kynningarmyndband um gönguna.

Nokkir hafa lýst áhuga á að koma með í gönguna og er stefnt að því að ferðast og gista saman. Það væri því gaman ef áhugasamir myndu senda meil á danielj@landsbankinn.is þannig að hægt sé að fara að skipuleggja.

KK danielj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja þá er þetta orðinn hópur. Búinn að fá tilkynningar frá Hrefnu Katrínu og Söndru Dís. Magga Eiríks og Guðrúnu. Ég og Vala og svo Ólafur Valsson og Óli Björns að því ég best veit.

Svo geri ég ráð fyrir því að formaðurinn sjálfur klikki nú ekki á svona smáatriði. Sennilega hefur hann bara ekki lesið síðuna

Vonandi verðum við fleiri.

danielj (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband