18.6.2009 | 09:11
Yfir 100.000 þátttakendur í Worldloppet.
Á heimasíðu FIS má sjá frétt þess efnis að met þátttaka var í Worldloppet seríunni á s.l. ári og voru þátttakendur í fyrsta sinn yfir 100.000 eða nákvæmlega 101.500 gönguskíðamenn og konur.
Wordloppet er samheiti fyrir bestu skíðagöngur hvers lands. Nú eru 15 meðlimir í félaginu en þær eru.
Europe: | Jizerská padesátka (CZE), Dolomitenlauf (AUT), Marcialonga (ITA), König Ludwig Lauf (GER), Tartu Maraton (EST), La Transjurassienne (FRA), Finlandia-hiihto (FIN), Vasaloppet (SWE), Engadin Skimarathon (SUI), Birkebeinerrennet (NOR), Bieg Piastow (POL) |
America: | American Birkebeiner (USA), Keskinada Loppet (CAN) |
Asia: | Sapporo International Ski Marathon (JPN) |
Australia: | Kangaroo Hoppet |
Hægt er að kaupa svokallaðan Worldloppet passa en þá fær maður stimpil eftir hverja göngu. Svo verður maður Worldloppet Master þegar að maður hefur fengið 10 stimpla í a.m.k. 2 heimsálfum á minna en 10 árum.
Einn Íslendingur er Worldloppet Master en það er Einar Yngvason frá Ísafirði.
Samhliða Worldloppet er svo FIS marathon cup en það er bikarkeppni á vegum FIS (Alþjóðaskíðasambandsins) Þar eru 10 af þessum 15 göngum með á ári hverju og þar samna menn stigum og sigurvegarinn verður FIS marathon cup meistari. Ár frá ári skiptast göngurnar á að vera með í þessu, en þær allra stærstu s.s. Vasagangan, Marcialonga og Birkebeiner eru með árlega.
Heimasíða Worldloppet: http://www.worldloppet.com
Mótaskrána í Worldloppet má sjá hér: http://www.worldloppet.com/calendar.php
Mótaskrána í FIS marathon cup má sjá hér: http://www.worldloppet.com/fmcprogramme.php
Athugasemdir
Hæ!
Um að gera að vera með í þessu, ég ætla að gera það þegar ég verð stór...
En eitt er ekki rétt, það eru ekki 10 ára tímamörk. Tók þetta af Worldloppet síðunni: "There is no time limit set how quickly one has to become a WL Master. It may take 1-2 years or 20 or more years - your WL Passport is valid until you have been recognised as a WL Master, only then the passport loses its validity."
Bestu kveðjur :)
Hrefna (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.