Eplakaka fyrir Árna Tryggva

Tek hér með áskorun Árna Tryggva, og set hér uppskriftina af eplakökunni sem í boði var á aðalfundinum um daginn: 

½ bolli sjóðandi vatn

3 epli, afhýdd og söxuð

225 gr hveiti

225 gr heilhveiti

350 gr sykur

150 gr brætt smjör, eða 1,3 dl olía

1,5 tsk natron

1,5 tsk kanill

1 tsk negull

1 tsk salt

1,5 tsk vanilludropar

4 stór egg 

Vatninu hellt yfir eplin og látið standa í 3-4 mínútur.Öllu öðru svo blandað í eplin og hellt í smurða skúffu.Blanda saman ¾ bolla af söxuðum hnetum og 3 msk púðursykri, og því dreift yfir deigið.

Bakað við 175 °C í 35-40 mínútur

Verði ykkur að góðu, Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmmm nammi namm. Ég mæti í kaffi til Árna um leið og hann er búin að baka :)

kv. vala

vala svala (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:25

2 identicon

Ég þakka.

Kærar þakkir fyrir þetta Fríða. Kakan sló í gegn á aðalfundinum og ég finn enn bragðið. Bíð spenntur eftir að komast að ofninum í kvöld.

Ætla að nefna hana Ullarköku. (eða hljómar það ekki nógu lystaukandi?)

kv. ÁTr.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband