Félagsgjöld Ullunga

Ágætu Ullungar

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 15. apríl 2009 var ákveðið að hafa félagsgjöldin með sama sniði og á síðasta starfsári, þ.e. félagsgjald fyrir árið 2009 yrði 1.500 kr. fyrir hvern félagsmann 16 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 16 ára á árinu 2009.  Þeir sem yngri eru geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.

Einnig var ákveðið að gefa þeim félagsmönnum sem þess óska kost á að greiða félagsgjaldið með millifærslu inn á bankareikning félagsins.  Aðrir fá sendan greiðsluseðil og leggst þá seðilgjald (líklega ca. 375 kr.) ofan á fjárhæðina.

Þetta verður útfært þannig að félagsmenn sem vilja greiða beint inn á reikninginn geta gert það til 31. maí nk. en þeir sem ekki hafa gert skil fyrir þann tíma fá sendan greiðsluseðil í byrjun júní með gjalddaga í júní.

Ef greitt er beint skal setja ÁRGJ09 í tilvísun.  Vinsamlega greiðið aðeins 1 gjald í hverri færslu þ.a. hægt sé að sjá fyrir hvaða  félagsmann er verið að greiða.  Senda má kvittun í tölvupósti á skidagongufelagid@hotmail.com

Reikningur félagsins er nr. 0117-26-6770 kennitala 600707-0780

Stjórnin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband