Fossavatnsgöngunni lokið og glæsileg þátttaka Ullunga

Ullungar fjölmenntu og stóðu sig vel í Fossavatnsgöngunni í dag og hef ég safnað til gamans saman úrslitum er varða Ullunga, hugsanlega voru fleiri úr Ulli en þá ekki skráðir sem Ullungar en lenti í vandræðum við að setja þetta inn á læsilegan hátt en við vorum 26. Þátttaka í göngunni var held ég met og heyrði ég bæði tölurnar 290 og 310. Veðrið var köflótt, dálítill strekkingur, einkum í byrjun og snjóaði lítillega.

Úrslitin eru á fossavatn.com

Þóroddur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skíðagöngufélagið Ullur

Takk öll fyrir frábæra helgi.

Ég var að setja inn bunka af myndum frá keppninni í myndaalbúmið.

Skíðagöngufélagið Ullur, 3.5.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Skíðagöngufélagið Ullur

Já mikið var þetta nú flott og skemmtilegt hjá þeim fyrir westan. Og svo gaman hvað Ullungar voru margir og hvað þeir fjölguðu sér.

KK daníel

Skíðagöngufélagið Ullur, 3.5.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Skíðagöngufélagið Ullur

Takk fyrir skemmtilega helgi kæru félagar. Þetta minnti á Andrésaleika öldunga :)

Gaman væri ef einhver vildi setja á blað sögu frá göngunni sinni eða bara helginni í heild og svo viljum við endilega fá fleiri myndir.

Ég bætti við nokkrum myndum, var því miður ekki nógu dugleg með vélina.

Sjáumst í mosó á miðvikudag.

kv. Vala

Skíðagöngufélagið Ullur, 3.5.2009 kl. 21:48

4 identicon

Takk fyrir frábæra helgi öll :) Ég trúi því varla að það sé heilt ár í næsta Fossavatn! Eins gott að byrja strax að æfa, kannski ekki fyrr en á morgun samt...

Hrefna (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: gh.

Þakka fyrir skemmtilega helgi. Ég tók dálítinn slatta af myndum og flestar þær skástu eru komnar á http://picasaweb.google.com/gudmha/Fossavatnsgangan2009. Myndirnar eru dálítið einsleitar að þessu sinni, flestar teknar í markinu, og ég verð að biðja yngstu kynslóðina afsökunar á að hafa eytt tímanum í að ganga sjálfur 7km þannig að það er fátt um myndir af verðandi göngugörpum. Og í verðlaunaafhendingunni sveik flassið mig þegar verst gegndi svo það varð dálitið tilviljanakennt hverjir komust á mynd.

gh., 4.5.2009 kl. 15:33

6 identicon

Frábært veður í dag fyrir Ullargrillið. Sjáumst.

kv. vala & DJ

Markholt 9, mos

vala (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 10:45

7 identicon

Ég ætla að koma :) Takk fyrir að bjóða okkur!

Hrefna (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:01

8 identicon

Sælir Ullungar

Rakst á góðar myndir á þessari slóð:

http://www.gusti.is/ljosmyndir/syrpur/185/

Margar góðar af Ullungum og fleiri.

Gísli Einar (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband