30.4.2009 | 00:20
Andrésarleikar og vetraraslútt
Já við erum komin heim af Andrésarleikunum og auðvitað var það alveg geggjað stuð. Á myndinni hér til hliðar eru 2000 stelpurnar okkar með Daníel. Þær gengu 1km í sól og blíðu á sumardaginn fyrsta.
Við vorum með 17 keppendur frá 6ára aldri og upp í 14 ára.
Krakkarnir stóðu sig með sóma, svo að eftir var tekið. Við fengum mikið hrós fyrir þennan flotta hóp og fyrir félagið okkar. Skíðafólk á landsbyggðinni fylgist greinilega vel með okkur.
Nokkrir Ullungar komust á pall, aðrir voru sjónarmun frá pallinum en það skemmtu sér allir vel og gerðu sitt besta. Við fengum 2 gull, 3 silfur og 2 brons. Ekki slæmt það.
Mig langar að minna Ullungar á vorfagnaðinn sem við ætlum að hafa næsta miðvikudag, þann 6. maí kl 18:00.
Við ætlum að grilla saman í garðinum hjá okkur Daníel og eiga góða stund saman. Hver og einn sér um matarkyns fyrir sig og sína.
Nóg pláss er innan sem utan dyra svo að gaman væri að sjá sem flesta.
Kv. Vala og Daníel
Markholt 9
270 Mosfellsbær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.