Fossavatnsgangan

Margir ætla í Fossvatnsgönguna þó ekki liggi fyrir endanlegru nafnalisti fyrir Ullunga, nokkrir að  hugsa sig um (DJ. Hvala, ÞFÞ, ÁrniT, Gunnl.J, ÞórhÁ, Hrefna, Gerður, Björk, Sveinn ofl. ofl. Skarph, Haraldur, Eiríkur?? ofl. látið vita) . Það er um að gera að reyna að sameinast í bíla og tjá sig hér ef einhvern vantar far. Smurbekkirnir úr Bláfjallahúsinu verða með  í farangrinum til Ísafjarðar og verður væntanlega upplýst hér hvar þeir verða staðsettir á föstudeginum (sími minn 861 9561).

Spor var lagt í Bláfjöllum í gær og helst trúlega ágætt a.m.k. í dag en ég hef ekki fregnir af því hvort sporað verður meira fram eftir vikunni, hjólaskíðin virka líka vel á lokasprettinum fyrir Fossavatnið.

Fjölmennum hress og kát í Fossavatnsgönguna og munum að þar er boðið upp á margar vegalengdir.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla vestur. Á reyndar eftir að útvega mér gistingu. Hvar ætlar fólk að gista?

k. Arnar

820-0060

Arnar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:58

2 identicon

Var að spá í að fara, en vantar far og gistingu. Ætlar fólk að gista á Hótelinu? eða annarstaðar. Endilega ef einhverjum vantar að deila bensín kostnaði, þá má hinn sami senda mér línu.

Kveðja Haraldur

s:8978794

Haraldur (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:29

3 identicon

Ég fer fljúgandi til Ísafjarðar. Bý hjá Björk Sigurðardóttu. Hún sagði að það væri pláss fyrir fleiri í húsi foreldra hennar. Veit ekki hver staðan er núna en GSM sími hennar er 456 3388.

Kær kveðja, Gerður Steinþórsdóttir

Gerður Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 18:23

4 identicon

Ákvað í dag að fljúga, náði tilboði fö. kl 08:00 og til baka lau 18:05. Það hlýtur einhver að taka Harald með.

Þóroddur F. 

Þóroddur (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 20:26

5 identicon

Yfir 200 þegar búnir að skrá sig í Fossavatnsgönguna og 70 af þeim í 50 km.

Einar Yngva (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 20:30

6 identicon

Fór í Bláfjöll seinnipartinn í gær. Sporið var nokkuð gott en blautt. Sleðamenn höfðu eyðilagt það á köflum. En veðrið sveik ekki.  Hef ekki enn ákveðið hvort ég fari vestur en enginn verður skilinn eftir fyrir sunnan.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 08:10

7 identicon

Hlakka til að hitta Ullunga fyrir vestan. 

kv.  vala

vala (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:29

8 identicon

Gistingin sem ég hafði fyrir vestan var að klikka.

Þarf því að hugsa minn gang upp á nýtt.

Vonandi reddast málið svo ég geti látið sjá mig.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:17

9 identicon

Ég er löngu skráð og hlakka til :)

Hrefna (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:18

10 identicon

Ég kemst því miður ekki.

Gangi öllum Ullungum sem best.

Eiríkur (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:59

11 identicon

Ég er með laust gistipláss.  Best er að ná í mig í síma 866 9409.  Hús foreldra minna, sem eru fjarverandi, verður lagt undir Fossavatnsgönguna og bílskúrinn líka.  Daníel og Vala töluðu um að nota bílskúrinn undir smurbekk.   Ef einhverjir eru komnir með gistingu, en vilja breiða úr sér eða hittast til skrafs og ráðagerða þá stendur sófasettið í Lyngholti 1 til boða, eins bílskúrinn, eldhúsið og tölvan.  Bílskúrinn verður opinn.

Var að tala við Eirík skipstjóra núna rétt áðan og hann og hans fjölskylda kemst ekki vestur.  Þeir sem gista í Lyngholti eru ég og Guðmundur Alexander (9 ára), Gerður Steinþórs og e.t.v. Ásdís Kristins.  Það er því gistipláss til viðbótar, fjöldi fer eftir því hvaða kröfur fólk gerir og hversu vel fólk þekkist.  Það væri t.d. alveg tilvalið að hjón tæku sig til og skelltu sér vestur, þá myndi hjónarúmið nýtast!  Eins eru til góðar dýnur, ef fólk er með krakka. 

Ég og Gummi fljúgum vestur seinni part miðvikudags en Gerður flýgur á fimmtudagsmorgni.  Ég er með bíl á staðnum og get sótt fólk á flugvöllinn, nema rétt á meðan master class námskeiðið er (það er kl 17 á fimmtud.).  Við fullorðna fólkið ætlum í súputeitið á laugardagskvöldinu og suður með hádegisflugi á sunnudeginum.

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:19

12 identicon

Fyrst gistiplássið mitt klikkaði, þá kannski fáum við Gunnlaugur skjól hjá þér.

Ætlum að koma vestur á föstudagskvöldinu og fara svo í bæinn strax eftir göngu, þannig að ekki verðum við álag á húsið.

Bjalla í þig á morgun.

kv. Árni Tr.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:16

13 identicon

Vantar far frá ÍSÓ til RVK á Sunnudeginum eftir Fossavatnsgöngu. Einhver?? Ég er góður, stilltur, verð ekki bílveikur og borga í benzíni.

Jakob E (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:20

14 identicon

Frábært Björk að bjóða Ulli að hafa miðstöð í Lyngholti 1, ég kem með einn smurbekk og fána Ulls sem verður dreginn að húni, ef það er flaggstöng í garðinum annars bara hjá nágrannanum.

Þóroddur F.

Þóroddur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband