Spor komið í Bláfjöllum, 5 km

Magnús framkvæmdstjóri skíðasvæðanna var að hringja og láta vita að í framhaldi af ósk frá Ulli í gær væri búið að leggja 5 km spor frá efsta bílastæðinu og stefnt er að því að á morgun, laugardag og sunnudag verði þetta spor lagt fyrir kl. 11 á morgnana.

Nú er um að gera að notfæra sér þetta.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt! Aldrei að vita nema maður skelli sér um helgina, eins gott að æfa fyrir Fossavatnið ;)

Gleðilegt sumar öll!

Hrefna (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:23

2 identicon

Við Gunnlaugur skruppum upp eftir í hádeginu.

Assgoti blint og fennti fljótt í slóðina sem við svo týndum í sortanum og gengum fram af hengju að auki. En alltaf gaman að hafa ástæðu til að stinga af í fjöllin.

Svo verðum við að viðurkenna að þetta er bara besti dagurinn það sem af er sumri.

Vonandi að næstu "sumardagar" verði skárri.

kv. ÁTr.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: gh.

Gleðilegt skíðasumar!  Það voru reyndar allt of fáir sem nýttu sér eitt besta veður og skíðafæri "vetrarins" í Bláfjöllum í morgun. Þar var nýlagt spor, a.m.k. 12 km hringur inn á heiði, mjög skemmtileg braut og þeim til sóma sem að henni stóðu. Sólin sest ekki fyrr en um hálftíu í kvöld svo það er enn tækifæri fyrir þá sem vilja ná úr sér kosningaskjálftanum og fínpússa stílinn fyrir Fossavatnsgönguna!

gh., 25.4.2009 kl. 15:56

4 identicon

Já sporið varflott er ég kom um kl 14 og slæðingur af fólk, Þórhallur Á, Skarphéðinn og fylgifiskar og Hrefna Katrín og bara hinir og þessir. Spurt var af hverju ekki væri sagt frá þessu fína sproi á heimasíðu skíðasvæðisins og ég spyr hreinlega af hverju skíðasvæðið var ekki opið, ég hitti mjög ánægðan svigsskíðamann sem kom niður Suðugildbrekkuna og hvað ekkert að færi.

Þóroddur F

Þóroddur F (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 18:03

5 identicon

Það er umhugsunarvert hvers vegna ekki voru opnar lyftur á laugardag. Með góðri auglýsingu má fá fólk í fjöllin. Er þetta áhugaleysi, hugmyndaleysi eða peningleysi. Eða er peningleysið afsökunin. Stærsta skíðaþjónustusvæði landsins (íbúatala) lokað þegar nægur snjór er til staðar. En hrósa skal fyrir það sem vel var gert. Sporið og færið var eitt það besta á árinu. Takk fyrir það.

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband