23.4.2009 | 08:47
Andrésarleikarnir í dag, fréttir úr BLáfjöllum????? Fossavatnsgangan
Góðan daginn ég vil benda skíðafólki á að keppni á Andrésarleikunum hefst í dag og ganga með hefðbundinni aðferð kl 11:00, vonandi í beinni útsendingu á www.skidi.is.
Ef einhver fer í Bláfjöll er sá beðinn að hringja í mig í 861 9561 svo hægt sé að setja inn fréttir af aðstæðum. Það er áreiðanlega nægur snjór til skíðagöngu en sennilega lítið um spor og ekki ljóst hvort lagt verður spor, kannski á morgun en líklega ekki í dag. Ef einhver hefur aðgang að vélsleða er vel þegið að hann fari uppeftir og dragi sporann sem er reistur upp við staur á bílastæðinu við Leiruna og sendi mér uppl. um það svo við getum látið vita hér á síðunni.
Margir eru vonandi að æfa fyrir Fossavatnsgönguna, fjölmennum þar Ullungar. Það eru laus 1-2 sæti hjá mér í bíl á fimmtudagskvöld og til baka á laugardagskvöld. Hugsanlega laus sæti hjá öðrum.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.