Fundargerð aðalfundar Skíðagöngufélagsins Ulls

Skíðagöngufélagið Ullur

Fundargerð aðalfundar 15. apríl 2009, kl. 20:00-21:45Sal ÍBR í Laugardal. 

1)    Þóroddur F. Þóroddsson formaður félagsins setti fundinn og kynnti dagskrána. Fundarmenn voru 24, allir kosningarbærir.

2)    Fundarstjóri  var kosinn Friðrik Einarsson og fundarritari Hólmfríður Vala Svavarsdóttir.

3)    Þóroddur F. Þóroddsson lagði fram ársskýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2008.

4)    Ari Wendel lagði fram endurskoðaða ársreikninga í fjarveru gjaldkera Sigurðar Sigurgeirssonar. Í  kjölfarið var umræða um ársskýrsluna og ársreikningana og ársreikningar samþykktir einróma.

5)    Þóroddur kynnti fjárhagsáætlun næsta árs og setti fram tillögu stjórnar um að félagsgjald yrði óbreytt kr. 1500,- á félagsmann en frítt fyrir 16 ára og yngri. Hægt verður að greiða á netinu fram til 1. júní eftir það verða sendir gíróseðlar.  Ennfremur lagði Þóroddur til að Andrésarfarar fengju taumerki félagsins að gjöf og peysu merkta Ulli.  Fjárhagáætlun samþykkt einróma.

6)    Lagabreytingar.  Engar tillögur um lagabreytingar bárust.

7)    Kosning í stjórn Skíðagöngufélagsins Ullar.   Skarphéðiðinn P. Óskarsson gaf ekki kost á sé til áframhaldandi setu í stjórn. Stórn lagði fram eftirfarandi tillögu að nýrri stjórn og var hún samþykkt einróma.Formaður:   Þóroddur F. ÞóroddssonAðalmenn:          Hólmfríður Svavarsdóttir, Hólmfríður Þóroddsdóttir, Sigurður Sigurgeirsson og Gísli Harðarsson.Til vara:  Óskar Jakobsson og Ragnhildur Jónsdóttir.

8)    Skoðunarmaður reikninga kjörinn Ari Wendel og Daníel Jakobsson til vara.

9)    Önnur mál.

a)    Árna Tryggvason lagði fram ályktun um að félagið leggji til að Bláfjöll verði friðuð fyrir ágangi vélknúinna ökutækja.  Fundurinn fól stjórn að útfæra ályktunina frekar og senda á SKRR og óska eftir stuðningi þess við málið.

b)    Óskar Jakobsson sýndi fána sem félagið hefur látið útbúa með nafni og merki félagsins.

c)    Daníel Jakobsson hvetur skíðamenn til að taka þátt í almenningsgöngum hér heima og erlendis og sérstaklega Fossavatnsgöngunni sem nú er á næsta leiti.  Daníel leggur til að Ullur bjóði fram krafta sína við að merkja skíðagöngubrautir í Bláfjöllum varanlega, m.a. með tilliti til öryggis.

d)    Daníel og Þóroddur veltu upp hugmyndum að staðsetningu Ullarhússins.  Þóroddur sýndi deiliskipulagsuppdrátt af svæðinu sem er í vinnslu hjá Kopavogsbæ og útskýrði mögulegar staðsetningar sem voru ræddar af fundargestum. Almennt lýstu fundarmenn þeirri skoðun að vinna ætti að því að staðsetja húsið við Leiruna.

e)    Að tillögu formanns var ákveðið að skipa húsnefnd sem myndi hafa umsjón með Ullarhúsinu. Hólmfríður Þóroddsdóttir fer fyrir nefndinni og verður leitað síðar til félagsmanna um að taka sæti í nefndinni. 

Fundi slitið kl 21:45.  Hólmfríður Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband