Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2008

15. apríl 2009. Skýrsla stjórnar Skíðagöngufélagsins Ulls, fyrir starfsárið 2008, lögð fram á aðalfundi 15. apríl 2009. Stjórn.

Fram að síðasta aðalfundi sem haldinn var 21. apríl 2008, voru stjórnarmenn eftirtaldir:

 

Þóroddur F. Þóroddsson formaður, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, ritari, Sigurður Sigurgeirsson, gjaldkeri, Anna Kristín Sigurpálsdóttir og  Skarphéðinn P. Óskarson meðstjórnendur og varamenn María Ögn Guðmundsdóttir og Jón Gauti Jónsson.

 

Anna Kristín Sigurpálsdóttir, María Ögn Guðmundsdóttir og Jón Gauti Jónsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og á aðalfundinum voru eftirtaldir kosnir í stjórn.

 

Þóroddur F. Þóroddsson formaður, aðrir stjórnarmenn Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hólmfríður Þóroddsdóttir, Sigurður Sigurgeirsson og Skarphéðinn P. Óskarson og varamenn Óskar Jakobsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Stjórnin skipti þannig með sér verkum að Hólmfríður Vala var ritari, Sigurður gjaldkeri og Skarphéðinn varaformaður.

 

Skoðunarmaður reikninga var kosinn Ari Wendel og til vara Daníel Jakobsson.

 

Stjórnin hélt 9. formlega fundi en auk þess voru óformlegir spjallfundir og ótal  netsamskipti. Einn eða fleiri stjórnarmenn áttu einnig fundi með starfsmönnum skíðasvæðisins í Bláfjöllum.

 Nefndir.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að setja á laggirnar nokkrar vinnunefndir og voru eftirtaldir kosnir í þær.

Mannvirkjanefnd: Árni Tryggvason, Daníel Jakobsson og Þóroddur F. Þóroddsson.

Útbreiðslu og fræðslunefnd: Anna Kristín Sigurpálsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Hrefna Katrín Guðmundsdóttir.

Mótanefnd: Ingvar Einarsson, Magnús Björnsson, Óskar Jakobsson, Skarphéðinn Óskarsson og Sveinn Guðmundsson.

 Úr starfsemi félagsins.
  • Heimasíða félagsins var mjög virk og heimsóknir skipta hundruðum suma daga, til gamans má geta þess að í upphafi ársins 2008 voru heimsóknir orðnar 11.000 en 13. apríl 2009 höfðu bæst við 68.000 eða 140 að meðaltali á dag. Heimasíðan er því mikilvægur miðill.
  • Leiðsögn í skíðagöngu, aðeins auglýst á heimasíðu Ulls og sagt frá á heimasíðu Bláfjalla, fór fram í Bláfjöllum 12. janúar, leiðbeinendur voru Sigurður Sigurgeirsson og Hólmfríðu Vala Svavarsdóttir og þáðu hana um 10 mannns.
  • Í janúar var fyrirhugað að leigja gámaskúr og fékkst leyfi til að setja hann á bílastæðið er tengist gönguspori en vegna kostnaðar m.a. við raflögn var fallið frá því.
  • Fræðslukvöld var haldið með Ferðafélagi Íslands 6. febrúar og komu þar 140 manns. Aðal leiðbeinandi f.h. Ulls var Daníel Jakobsson en formaðurinn spjallað á léttvægari nótum.
  • Bláfjallagangan sem er liður í Íslandsgöngunni fór fram 23. febrúar og voru þátttakendur 21 í 20 km göngunnu og rúmlega annað eins í skemmri veglegndum. Félagsmenn tóku einnig þátt í öðrum mótum Íslandsgöngunnar.
  • Barnastarfið var með blóma og mættu að meðaltali 10 krakkar á hverja æfingu.  Æfingar voru einu sinni í viku,  á laugardögum kl 13:00 í umsjón Hólmfríðar Völu, alls 9 æfingar. Undir merki Ullar kepptu 22 börn á Andrésar leikunum á Akureyri í apríl.
  • Talsvert var unnið með starfsmönnum Bláfjalla að því að bæta lagningu skíðaspors og um Páska var meðal annars lagt spor vestur í Grindaskörð.
  • Formaður var fulltrúi félagsins á Skíðaþingi 23. og 24. maí.
  • Hjólaskíðaæfingar voru að venju stundaðar yfir sumarið og fram eftir hausti en þó líklega ekki eins markvisst og árið á undan.
  • Mannvirkjanefnd fjallaði um skipulag skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Stjórn félagsins ásamt mannvirkjanefnd SKÍ sendi þann 8. maí til stjórnar skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins tillögur um úrbætur fyrir skíðagöngufólk, er vörðuðu þjónustuhús, vökvaspora, brautakerfi, heimasíðu skíðasvæðanna og skíðaleigu.
 

Þann 28. júlí var ÍTR skrifað og þar lögð áhersla á bættar merkingar skíðaspora svo og óskað eftir afnotum af húsi sem kunnugt var að væri að losna við bílastæði ÍR og Víkings. Beiðnin um húsið var ítrekuð með tölvupósti 6. nóvember og barst þá svar samdægurs frá Ómari Einarssyni, framkvæmdastjóra ÍTR þar sem tekið var fram að Ullur gæti fengið afnot af húsinu, en félagið ætti að annast flutning og sækja um öll tilskilin leyfi. Þann 3. ágúst fór formaður í vettvangssskoðun með fulltrúum Umhverfisstofnunar, ráðgjafastofunnar Landslags, er vinnur að deiliskipulagi og Magnúsi Árnasyni framkvæmdastjóra skíðasvæðanna þar sem hugmyndir Ulls um landmótun fyrir spor og staðsetningu hússins voru kynntar. Einnig fór formaður í með Birgi Sigurðsson sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Kópavogsbæjar upp í Bláfjöll og kynnti honum hugmyndir okkar.

 

Stjórn skíðasvæðanna var mjög ánægð með framtak Ulls og bar Magnús Árnason þau skilaboð til Ulls að óskað væri eftir tillögum félagsins um lagningu varanlegrar brautar fyrir spor í Skálafelli. Daníel Jakobsson var i forsvari fyrir því verkefni sem komið er af stað.

 

Merkingar skíðaleiða voru einnig bættar og á Árni Tryggvason hönnuður og Ullungur heiður að þeim.

 
  • Þann 2. september var hjólaskíðakynning við Víkingsheimilið í Fossvogi og fengu 7 byrjendur tilsögn.
  • Þann 6. september hittust 6 félagsmenn i Bláfjöllum og hreinsuðu grjót af allt að 10 m breiðu svæði á hring umhverfis Leirurnar og settu upp eina snjógirðingu, sem hefur sannað sig. Síðar var farið með vinnuvél á vegum skíðasvæðisins, stórgrýti fjarlægt og svæðið sléttað en frekar, en frekari vinnu er þörf. Þetta varð til þess að mun fyrr en ella var hægt að leggja spor á svæðinu.
  • Þann 27. september var haldið hjólaskíðamót í Fossvogsdal og tókst það með ágætum, keppendur voru 12 og styrktaraðilar Núpur á Ísafirði og Bókaútgáfan Fjölvi.
  • Keypt voru 100 númeravesti til notkunar í keppnum.
  • Unnið var að gerð merkis fyrir félagið og var það í höndum Árna Trygvasonar.
  • Styrkur að upphæð 150.000 fékkst frá Menntamálaráðuneytinu til uppbyggingar skíðagöngu og voru m.a. keyptir tveir smurbekkir og straujárn svo og skíði fyrir börn.
  • Fundað var með forsvarsmönnum í Heiðmörk um lagningu um 8 km brautar fyrir skíðaspor sem áætlað er að verði tilbúin fyrir haustið 2010 en e.t.v. fyrr.
  • Fræðslunefnd fundaði tvisvar sinnum fyrir áramót og skipulagði námskeið fyrir veturinn 2009.
  • Mótanefnd sá um framkvæmd Bláfjallagöngu og hjólaskíðamóts og hefur unnið að úrbótum er varða m.a. tímatöku.
  

Stjórnin þakkar nefndafólki og öllum félagsmönnum sem lagt hafa hönd á plóginn óeigingjarnt starf í þágu félagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri líka gott að fá uppskrift af kökunni sem var í boði Hólmfríðar.

kv. Hólmfríður

vala (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:33

2 identicon

Tek undir með Völu.

Uppskriftin að "Aðalfundartkökunni" er nauðsynleg sem viðbótarefni við skýrslu stjórnar. :o)

kv. ÁTr.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband