11.4.2009 | 21:28
Í lok laugardags
Fór í morgun með troðaranum og var lagður 12 km hirngur upp á heiði, setti merki við 2,5 km (endi ljósalínu) 5 km (milli gíganna á heiðinni og Kýrdalshæðarinnar/Kýrdalshnjúkur) og 7,5 km á móts við endamastur Suðurgilslyftu). Sveigði sporið svolítð í brekkunni undir ljósalínunni og einnig uppi á heiði. Svolítill renningur setti fljótt í sporin á köflum. Síðan var lagður 5 km vestan Strompagía, 5 km skautabraut með ljósalínunni og 1 km byrjendaspor á Leirunni. Svo vel var gert við okkur í dag. Teiknaði kort og reyndi að sýna sem mest af þessu og setti við upphaf sporsins við neðra bílastæði. Þegar ég fór 11:30 var mun færra fólk komið en í gær á sama tíma og hafa eflaust margir talið að það myndi renna í sporin eins og í gær.
Renndi svo uppeftir kl 18. Húsið opið og allir fánar og skilti úti. Fór upp á heiði og sótti km merkin og setti við skáladyrnar, sá sem er fyrstur á morgun þyrfti að setja þau út ef troðaramaður gerir það ekki en ég mun koma slíkri ábendingu til Einars útiverkstjóra. Einnig þar sá sem opnar húsið að setja upp viðeigandi kort / búa til ef þarf og setja upp Íslenska fánann til merkis um að húsið sé opið.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Takk fyrir upplýsingarnar, það er ómetanlegt starf sem þú vinnur fyrir okkur öll. En hvernig var sporið kl. 18.00. Var það enn í lagi. Á laugardag var ekkert spor eftir í lok dags, skautasporið meira að segja horfið að mestu. Ferlegt svekkelsi
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:19
Ekki víst að ég verði laus við kvefið á morgun, þannig að ég horfi fram á enn einn svektan, skíðalausan daginn.
Varðandi brautaskiltin, þá skuluð þið tékka í gámnum hjá stólalyftunni í Suðurgili. Starfsfólkið hrúgar þar inn alls konar stikum, hliðum, bambusum og svo skiltum. Ég fann eitt gönguskilti þar um daginn og kom því í Ullsskálann.
árni Tryggvason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:45
Smá leiðrétting; Það var víst á föstudag sem sporið hvarf. Maður ruglar þessum frídögum saman, þeir eru hver öðrum líkir!
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:32
Skautasporið var ennþá fínt á þeim köflum sem ég fór, stytti mér leið. Hugsa að það sé það líka í dag því vindur hefur verið hægur.
Þóroddur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:21
Fór uppeftir í dag, sunnudag, kl 16. Allt lokað og læst. Fór inn til Víkinga að smyrja (við litla hrifningu þeirra). Finnst lágmark að húsið sé opið meðan opið er í fjöllunum. En sporið var fínt.
Gunnar Þ. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:08
Sammála þér Gunnar um opnunartíma hússins. Vandamálið er að við skipulögðum ekki frir Páskana vaktir þ.e. hver opnar húsið, setur út brautarmerkingar og hver tekur merkingarnar inn og lokar húsinu. Ég fór tvær ferðir á laugardag, opnaði um morguninn, útbjó kort, setti út vegalegndarmerki á 12 km hringnum og sótti merkingar og lokaði um kl 18. Tæplega er hægt að ætlast til þess að sami aðili sé uppfrá frá kl 10 til 17 og opnunartíma á virkum dögum þarf líka að skoða. Ein leið er að fjölga lyklum og nú er einnig kominn lykill í vörslu á skrifstofu skíðasvæðisins í Bláfjallaskála en aðeins takmarkaður hópur veit af því enn sem komið er. Þetta þurfum við félagsmenn sameiginlega að bæta og eru allar tillögur vel þegnar.
Þóroddur F.
Þóroddur F. (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:57
Takk fyrir að standa páskavaktina Þóroddur, þú stendur þig vel.
Ég hvet félaga til að mæta á aðlafundinn og láta vita af sér því við þurfum fleira áhuga fólk til að sinna starfinu. M.a. við að standa vaktir í húsinu og hjálpa til við mótahald og fl.
kv. vala
vala (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:33
Það eitt að fá húsið afhent fyrir vertíðarlok er afrek. Við getum þakkað formanni okkar að það mál komst í gegn. Látum vera að heimta, eyðum frekar orkunni í að þakka það sem vel er gert
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:40
Ég tek undir með Skarphéðni.
Ég átti nú "heiðurinn" af því að hafa skellt húsinu í lás kl. 15:50 á sunnudag.
Það er sjálfsagt að læsa húsinu þegar ekki er vitað af "virkum" Ullsfélögum á svæðinu lengur.
Við skiljum ekki húsið eftir ólæst í óvissu um hver sjái um að læsa því síðar um daginn.
En vonandi verður auðvelt að hafa opið lengur og oftar með fjölgun lykla.
Veðrið á sunnudag var nú líka þannig að ekki var nauðsynlegt að hlaupa inn í næsta hús til að smyrja. Við megum ekki misbjóða nágrönnum í næstu húsum með slíkum tilfæringum.
Annars ætla ég bara að hvetja fólk til að nota snjóinn á meðan hann er.
Við Gunnlaugur fórum upp eftir í gær í rigningu og gerðum bara góða ferð með því að fara stóra hringinn, þar sem sporið var í ágætu lagi. Réttur fatnaður og áburður og þá þarf litlar áhyggjur að hafa av veðrinu.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.