4.4.2009 | 20:19
Orkugangan 11. apríl 2009
Tekið af vef Mývatnsstofu Keppnisgjald og tímasetningar eru greinilega ekki alveg á hreinu en við bara bíðum þolinmóð:
Orkugangan er almennings skíðaganga sem verður haldin laugardaginn 11. apríl kl. 10:00 og hefst gangan við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. Gengnir verða 60 km og er þetta því lengsta skíðagangan hér á landi.
Mývetningur Íþrótta og Ungmennafélag og Björgunarsveitin Stefán eru framkvæmdaaðilar göngunnar. Gengið verður að mestu um ósnortið land þar sem sjá má margar náttúruperlur sem og svæði sem jarðskjálftar og eldsumbrot hafa mótað og má víða sjá merki um þá orku sem enn býr í þessu svæði.
Leiðin verður troðin fyrir þátttakendur og lagt verður að minnsta kosti eitt spor alla leið. Drykkjarstöðvar verða með reglulegu millibili þar sem boðið verður upp á orkudrykki og súkkulaði. Allir fá svo súpu og brauð eftir að komið er í mark.
Þátttökugjald er xxxx kr. og er innfalið í því aðgangur að Jarðböðunum við Mývatn eftir gönguna og lokahóf með léttum veitingum sem hefst kl. þar sem veittar verða viðurkenningar og dreginn verður út einn heppinn þátttakandi sem hlýtur utanlandsferð að eigin vali í vinning. Skíðasvæðið við Kröflu verður opið fram eftir degi en þar er togbraut og góð aðstaða til skíðaiðkunar.
Nægt gistirými er í sveitinni og eru sumir ferðaþjónustuaðilarnir með Orkugöngutilboð þar sem í boði er helgarpakki með gistingu og fæði á góðu verði.
Allar nánari upplýsingar og skráning er hjá Upplýsingamiðstöð staðarins í síma 464 4390 eða í netfangið info@visitmyvatn.is og einnig í orkuganga@visitmyvatn.is
Athugasemdir
Vissulega er gott að láta birta sem mest um gönguna en ég skil ekki að það sem sent var þrisvar sinnum birtist aldrei heldur gömul frétt tekin af heimasíðunni.
Mývatnsstofa (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.