29.3.2009 | 23:27
góður dagur í dag
Það var sko ekki lokað í dag vegna veðurs.
10km hringurinn var troðinn og meira að segja var skautaspor í 5km hringnum.
Margir spókuðu sig í sporinu og létu vel af sér.
Ullarungarnir voru með æfingu og mættu 11 galvaskir krakkar og sýndu hvað í þeim býr. Þau undirbúa sig nú á fullu fyrir Andrés og eru full tilhlökkunar.
Ég vil minna félgasmennn á húsið okkar sem stendur gengt neðraplaninu (á móts við nýja víking/ír skálann) Þar eru allir velkomnir. Við höfum aðstöðu til að hengja af okkur yfirhafnir og bera neðan í skíðin.
Í dag var lagt spor í Skálafelli í fyrsta sinn í vetur, vonandi verður framhald á því.
kv. vala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.