Ástandið í Bláfjöllum.

Sæl öll.

Nú var Þóroddur að hringja í mig úr Bláfjöllum og bað mig um að setja hér inn smá skýrslu um ástandið þar.
Sem sagt, það er búin að vera asahláka í nokkra daga og mikinn snjó tekið upp og krapapollar á sléttum. Aftur á móti er nægur snjór ennþá en ekkert er troðið, þannig að þeir sem eiga ferðaskíði ættu að taka þau framyfir brautaskíðin þessa dagana.
Svo þegar kemur nær helgnni ætti að verða ljóst hvort við höldum mótið. Allavega er snjórinn til þess, þannig að við þurfum bara að biðja um gott veður.

kv. Árni Tr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband