9.3.2009 | 17:48
Fréttir úr Strandagöngunni
Strandagangan var á laugardaginn. Veður og færi var erfitt, él, skafrenningur og er á leið slæmt skyggni þegar sporin máðust út. Að öðru leiti var þetta bara ágætis verkefni og kaffiboðið var meiriháttar. Gengnir voru 4 x 5 km á túnum og nágrenni þeirra í Selárdal. Úrslit lágu fyrir á prenti í kaffiboðinu en helstu tíðindi eftirfarandi.
Sigurvegari var Sævar Birgisson SFÍ á 1:10.08
Ullur átti 8 þátttakendur í 20 km af 29 og 2 í 10 km af 10.
Daníel Jakobsson varð nr. 2 í sínum flokki og á fimmta besta tíma í það heila 1:19:19.
Aðrir þátttakendu í 20 km voru, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, Bryndís Kristansen, Vilborg Guðmundsdóttir, Gísli Óskarsson og Þóroddur F. Þóroddsson og i 10 km Björk Sigurðardóttir og Hugrún Hannesdóttir.
Veður á heimleið um kvöldmatarleitið á laugardeginum var ekki það besta og hefur ekki frétst hvort allir hafi skilað sér til höfuðborgarinnar.
Takk Strandamenn fyrir mótið og móttökurnar.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Hvernig er með myndir frá hirðljósmyndaranum?
d
danielj (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:13
Þ.e. Guðmundui Hafsteinssyni
danielj (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:15
Hér koma nokkrar myndir!
http://picasaweb.google.com/gudmha/Strandaganga_2009
gh., 10.3.2009 kl. 10:21
Já daníel varð annar í sínum flokki.
Hólmfríður Vala varð líka önnur kvk í mark. Gerður Steinþórsdóttir varð þriðja í sínum flokki. Hrefna Katrín og Björk Sigurðardóttir lentu í þriðja sæti í sínum flokki. Skammastu þín formaður fyrir að taka ekki fram þetta einvala lið kvk sem stóð á palli fyrir Ullunga :) Við fengum s.s. 5 verðlaun. Flott hjá okkur.
kv. vala
hvs (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:26
Heyr heyr ;)
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.