Fréttir úr Strandagöngunni

Strandagangan var á laugardaginn. Veður og færi var erfitt, él, skafrenningur og er á leið slæmt skyggni þegar sporin máðust út. Að öðru leiti var þetta bara ágætis verkefni og kaffiboðið var meiriháttar. Gengnir voru 4 x 5 km á túnum og nágrenni þeirra í Selárdal. Úrslit lágu fyrir á prenti í kaffiboðinu en helstu tíðindi eftirfarandi.

Sigurvegari var Sævar Birgisson SFÍ á 1:10.08

Ullur átti 8 þátttakendur í 20 km af 29 og 2 í 10 km af 10.

Daníel Jakobsson varð nr. 2 í sínum flokki og á fimmta besta tíma í það heila 1:19:19.

Aðrir þátttakendu í 20 km voru, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, Bryndís Kristansen, Vilborg Guðmundsdóttir, Gísli Óskarsson og Þóroddur F. Þóroddsson og i 10 km Björk Sigurðardóttir og Hugrún Hannesdóttir.

Veður á heimleið um kvöldmatarleitið á laugardeginum var ekki það besta og hefur ekki frétst hvort allir hafi skilað sér til höfuðborgarinnar.

Takk Strandamenn fyrir mótið og móttökurnar.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er með myndir frá hirðljósmyndaranum?

d

danielj (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:13

2 identicon

Þ.e. Guðmundui Hafsteinssyni

danielj (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: gh.

gh., 10.3.2009 kl. 10:21

4 identicon

Já daníel varð annar í sínum flokki. 

Hólmfríður Vala varð líka önnur kvk í mark.  Gerður Steinþórsdóttir varð þriðja í sínum flokki.  Hrefna Katrín og Björk Sigurðardóttir lentu í  þriðja sæti í sínum flokki. Skammastu þín formaður fyrir að taka ekki fram þetta einvala lið kvk sem stóð á palli fyrir Ullunga :) Við fengum s.s. 5 verðlaun.  Flott hjá okkur.

kv. vala

hvs (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:26

5 identicon

Heyr heyr ;)

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband