1.3.2009 | 20:53
Til hamingju allir þátttakendur í Vasavikunni, ofl.
Íslenskir þátttakendur stóð sig með sóma í keppnum Vasavikunnar, ég hef ekki bori saman í hvaða sæti þeir lentu núna miðað við í fyrra en í fljótu bragði sýnist mér hærra hlutfall hafa lokið göngu nú en undanfarin 2-3 ár a.m.k. Árangur Andra Steindórssonar verð ég þó að nenfa, 501 sæti er glæsilegt.
Það var fjöldi fólks í Bláfjöllum í gær og í dag, ég náði nöfnum 75 einstaklinga á milli kl. 11 og 13:30 í gær og missti örugglega af 25-30 en mikil fjölgun var á svæðinu eftir þann tíma og sjálfur stóðst ég ekki mátið og fór út í sporið. Ég tel að milli 300 og 400 hafi verið á gönguskíðum í ægr á milli kl 10 og 18, þegar ég fór af svæðinu og horfði á eftir fólki út í "sporið" sem var reyndar í styttri kantinum. Miðað við snjóalög og það spor sem lagt var í dag og ég gekk allt veit ég ekki hvað stýrði ákvörðun um sporlagningu í gær en þá var eitthvert besta gönguveður sem komið hefur í vetur.
Minni á Strandagönguna á laugardaginn.
Útsaumað merki Ulls til að setja á föt er komið og kostar kr. 1000.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Vonandi fara menn aftur að troða þannig að hægt verði að skauta. Þetta er skelfilegt svona. Jæja, kannski ekki alveg skelfilegt, því hefðbundna sporið er virkilega gott og flott, verst að þurfa að skemma það þegar maður skautar.
Gísli Harðarson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.