Skíðafæri, æfingar og mót

Skíðafæri til skíðagöngu er stórfínt í Bláfjöllum og hefur bætt talsvert við snjó síðan á sunnudaginn.

Veðurspá er þokkaleg, mun snjóa meira og gæti síðan orðið ágætis veður á laugardaginn og er þá um að gera að fjölmenna í fjöllin. Á sunnudag er spá ekki jafn góð en það gerir ekkert til því þá reyna líklega flestir að rífa sig upp fyrir 07 og horfa á Vasagönguna, milli þess sem gerðar eru magaæfingar og armbeygjur.

Um aðra helgi er Íslandsgangan á Hólmavík og væri gaman ef við gætum fjölmennt og upplagt að ræða saman og raða í bíla hér á síðunni. Sumir ætla á föstudagskvöld vestur og eru að skoða gistingarmöguleika.

Síðan er stefnt að Reykjavíkurmóti 21. mars, Íslandsgöngu á Húsavík 28. mars og að lokum er Fossavatnsgangan 2. maí svo það er að nógu að stefna.

Útsaumað merki félagsins er komið og verður til sölu en upplagt er að sauma það í fatnað.

Húsið í Bláfjöllum veður opið fyrst um sinn þegar lykilmenn verða á svæðinu en lyklum er að fjölga, lítið endilega þar við´t.d. á laugardaginn og ræðum um hverngi við viljum nýta húsið og hvað okkur vantar þar inn.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gistimöguleikar á stór Hólmavíkur svæðinu eru.

Gistiheimilið Kirkjubóli, strandir.is/kirkjubol , Steinhúsið á Hólmavík, steinhusid.is , Bær á Selströnd ferðaþjónusta, this.is/baer, Malarhorn Drangsnesi, strandir.is/malarhorn , Gistiþjónusta Sunnu, drangsnes.is/sunna  og Hótel Laugarhóll Bjarnafirði, strandir.is/laugarholl , Gistiheimilið Hólmavík

Endilega komið sem flest og verið velkomin í Strandagönguna 

S (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:51

2 identicon

Við Daníel ráðgerum að fara á Hólmavík.  Eru ekki fleiri sem ætla?

kv. vala

vala (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:35

3 identicon

Jú ég og Gerður nefndi það um daginn líka.

Þóroddur (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:43

4 identicon

Ég ætla líka að fara.

Hrefna (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:16

5 identicon

Ég hef áhuga á að fara á Hólmavík ef ég get fengið far með einhverjum og ef ég þarf ekki að fara lengstu vegalengd í keppninni!  Gummi er í gifsi og kemst því ekki.

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband