Bláfjöll - Vasagangan

Skrapp upp í Bláfjöll í gær, þar var slydda og ansi blautt, reyndi ekki að fara á skíðin en snjórinn er og verður nægur þegar styttir upp og kólnar aðeins. Til að byrja með henta sjóskíði betur á Leirunni en þar er stór tjörn sem við komumst þó framhjá.

Er ekki einhver húsasmiður í félaginu? Það þarf að gera lagfæringar á húsinu í Bláfjöllum einkum þarf að taka í gegn gluggana sem halda ekki vatni, ÍTR sem á húsið hefur spurt hvort við getum gert úttekt á því sem þarf að gera og kostnaðaráætlun miðað við að við sjáum um verkið.

Nú hefst Vasavikan á sunnudaginn með Ungdomsvasan og þar á Ísland tvo verðuga fulltrúa í fyrsta sinn (svo ég viti) það eru þau Heiða og Gústaf Darra og Fríðu börn. Á sunnudaginn eftir viku verður svo Vasagangan og er spurning hvort við getum komið einhversstaðar saman og horft á útsendingu sænska sjónvarpsins en startið er 07 á okkar tíma. Kannski einhverjum sportbarnum í morgunmat og fram að hádegi t.d. ???

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband