Bláfjallagangan

Skráning í Bláfjallagönguna fer fram í nýja Ullar-húsinu, sem er litli skálinn á bílaplaninu gengt svonefndu gönguplani, klukkan 11.30-12.45. Hægt er að skrá sig fyrirfram á skidagongufelagid@hotmail.com en þeir sem gera það eru beðnir að koma við í Ullar-húsinu til að ná í númerið sitt.

Í húsinu verður aðstaða til að smyrja á skíðin.

Að göngu lokinni bjóða Ullungar til kaffisamsætis og verðlaunaafhendingar í skála Breiðabliks. Hann stendur við efri enda byrjendalyftanna í Kóngsgili (vona að þetta sé skýrt).

Við komumst inn í húsið klukkan 15.00 og búist er við að verðlaunaafhending fari fram milli hálf fjögur og fjögur.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta í Bláfjallagöngunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband