13.2.2009 | 10:53
Bláfjallagangan- veðurhorfur góðar
Var að ræða við Veðurvaktina. Nokkuð hefur snjóað í fjöllunum en hiti núna að skríða yfir frostmark og mun rigna nokkuð fram að kaffi þá þornar og kólnar. Hugsanlega frystir undir morgun en um hádegi á morgun verður um 2 °C, vindur 4-6 m/s (logn á Leirunni eins og alltaf) og úrkomulaust.
Semsagt frábært keppnis- og útivistarveður á morgun í Bláfjöllum og allir sem vettlingi geta valdið (jafnvel hægt að ganga berhentur) mæta og vera með.
Það þarf að gefa regnvatninu séns á að síga niður þannig að ekki liggur fyrir hvenær sporað verður en sérfræðingar meta það í dag og við munum upplýsa um það eftir getu m.a. m.t.t. þess hvort líkur verði á því að sporið nái að frjósa í nótt, en búumst við 2°C um hádegi á morgun.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.