12.2.2009 | 11:14
Bláfjallagangan - veðurhorfur
Var að fá eftirfarandi frá félaga okkar Einar Sveinbjörnssyni á Veðurvaktinni: Lítur vel út og skora ég fólk að fjölmenna, skráið ykkur svo nóg verði af tertunum og kaffinu við verðlaunafhendinguna.
Það lítur út fyrir nokkra leysingu í kvöld og nótt og eins á morgun. Fyrsta kastið mun þó bæta í snjóinn, en hlánar í nótt. Gera má ráð fyrir um 20-30 mm úrkomu á morgun, rigningu og hita 3 til 4 stig á göngusvæðinu. SA-átt, varla nema strekkingur á morgun.
Aðfararnótt laugardag rofar til og kólnar jafnvel lítið eitt, frystir jafnvel um morguninn.
Á laugardag er spáð ágætu veðri. Vindur verður afara hægur S eða SA átt. Mestar líkur á því að það verði úrkomulaust, en sennilega skýjað, jafnvel lágskýjað með þokuruðningi. Hitastigið yfir daginn er sennilegast að verði þetta 1 til 2 stig. Hins vegar ef bjartara verður yfir í þetta hægum vindi, er hiti alveg við frostmark líklegur á göngusvæðinu.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.