Brautin í Bláfjallagöngunni

Bláfjallaganga200910km

Á myndinni hér að ofan er 10 km brautin sem notuð verður í Bláfjallagöngunni næstu helgi merkt með Bláu. Ræst verður við Gosann, sem er stólalyftan í Suðurgili. Brautin er ekki ólík þeirri frá í fyrra en hér er smá leiðarlýsing. Ég veit að kortið er ekki fullkomið en vinsamlega takið viljan fyrir verkið. Á myndinni er Ljósabrautin merkt með grænu og hefðbundni 10 km hringurinn með rauðu.

Fyrstu 500 metrarnir niður á bílastæði eru léttir. Þaðan er á fótinn í 1,5 km að 2 km markinu. Síðustu 500 metrarnir þangað eru mjög drjúgir sérstaklega þar sem engin hvíld er frá 0,5 að 2 km.

Frá 2 km og að 4,0 km er mjög létt. Fyrst góð brekka niður og svo sléttur og lítið um brekkur. Við 4 km er létt brekka og aftur við ca. 4,5 km. Svo kemur brekka niður og flati (Leiran við startið) og þá tekur við 500 metra drjúg brekka upp gilið.

Frá 5,5 km að 6 km er mjög létt undan fæti en þaðan og upp í 8 km er mikið á fótinn. Ekki brattar brekkur en ekki mikið um alvöru hvíld. Fyrir þá sem þekkja til þarna er þetta brekkan í ljósabrekkunni. Hún er þó ekki gengin heldur er sikk-sakkað upp hana eins og sjá má á myndinni.

Frá 8 km og niður í mark er mjög létt, nema ein smá brekka 500 m fyrir mark.

5 km hringurinn eru fyrstu 5 km af 10 km hringinum. 20 km fara tvo 10 km hringi. Krakkarnir fara smá hring á Leirunni.

KK dja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband