8.2.2009 | 22:11
Kaffisamsæti eftir Bláfjallagönguna
Kæru meðlimir í Ulli
Að aflokinni Bláfjallagöngunni á laugardaginn (sjá auglýsingu neðar á síðunni), verður kaffisamsæti og verðlaunaafhending í Skíðaskála Breiðabliks. Við fáum salinn til afnota klukkan 15.00, og myndi hófið hefjast sem fyrst eftir það.
Í þessu hófi þarf að bjóða upp á veitingar, og langar mig að biðja alla sem vettlingi geta valdið að baka eitthvað til að leggja á hlaðborðið. Á þetta jafnt við um þá sem hafa hugsað sér að ganga og þá sem ætla kannski bara að koma og fylgjast með.
Þetta þurfa ekki að vera hnallþórur, heldur eru bollur, snúðar, upprúllaðar pönsur, möffins, skúffukökur, eplakökur, kryddbrauð.........og allt annað sem fólki dettur í hug vel þegið.
Ég yrði mjög þakklát ef þeir sem sjá sér fært að verða við þessari beiðni myndu senda mér tölvupóst á darriogfrida@internet.is og segja hvað þeir hefðu hugsað sér að koma með, svo ég geti haft yfirsýn yfir úrvalið.
Með fyrirfram þökkum
Fríða Þórodds.
Athugasemdir
Já toppum hlaðborðið frá því í fyrra, það er svo gott að fá sér gott bakkelsi eftir erfiðið.
kv. vala
vala (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.