6.2.2009 | 20:12
Fræðslukvöld í gær og Bláfjöll i dag
Um 100 manns var á fræðslufundi sem við stóðum að með Ferðafélagi Íslands í gærkvöld. Þóroddur Ingvarsson sá um skíða og áburðar fræðsluna en ég spjallaði á undan, var rótari hjá Dodda og saman spjölluðum við svo við gesti á eftir. Frá FÍ fjallaði Auður, fyrirgefðu man ekki hvers dóttir, um ferðaskíði og skíðaferðir, skemmri og lengri.
Færið var gott í sporinu í Bláfjöllum áðan en blint á leiðinni ofan af heiði og sporið náði líka bar þar upp á brúnina. Lýsingin við sporið var ekki komin á um kl. 18:30 og gerðum við Darri athugasemd við það við starfsmann er við hittum og þakkað i hann ábendinguna og fór að kanna hverju þetta sætti.
ÍRingar og Víkingar eru að flytja inn í nýja húsið sitt og sátu ÍRingar áðan og borðuð nestið sitt þar inni. Um helgina vonum við að flutningum ljúki og við getum þá tekið við litla húsinu og komið okkur fyrir þar með smurbekki og fleira. Vonum bara að veður verði skikkanlegt um helgina þó mest um vert sé að fá almennilegt veður laugardaginn 14. þegar Bláfjallagangan mun fara fram en undirbúningur fyrir hana er í fullum gangi.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.