1.2.2009 | 21:26
Skýrsla úr Íslandsgöngunni-Skíðastaðaganga
Íslandsgangan í Hlíðarfjalli hófst í ágætis veðri, nærri logn og örlítil snjókoma, núllfæri þó lofthiti væri -2.
Skýrsla um "hrakafarir" skynsemi formannsins. Ganga átti 3 x 8 km hring, fyrstu 5 km voru meira og minna á fótinn en síðan komið kærkomið rennsli inn í ljósabrautina og þar tvær mildar brekkur á fótinn.
Fyrst hringurinn af þremur gekk vel en þegar ég var hálfnaður með annan hring kom hrímþoka og var ekki nóg með að allt rinni saman í þokunni heldur kom ísing á gleraugun svo ekki var hægt að nota þau og þá voru mér allar bjargir bannaðar. Vissi hvorki upp né niður eða hvort ég væri á ferð, hvað þá hve mikilli. Ég þreifaði mig áfram í mark og hætti. Ég hefði auðvitað getað paufast ,hægar en gangandi maður, þriðja hringinn en sá engan tilgang í því. Fleiri hættu en hvort það var af nækvæmlega sömu ástæðu veit ég ekki. Keppnin og verðlaunaafhending var til fyrirmyndar af hálfu Akureyringa.
Mér sýnist að það kunni að hafa verið fleiri Ullungar en getið er um hér að ofan í keppninni þ.e. Hilmar Hjartarson (hætti), Skúli Hilmarsson 2:07:14, Haraldur Hilmarsson 2:10.05 og Kjell Hymer 2:15:48 en þeir skráðu sig aðeins sem Reykvíkinga. Nú er að setja undirbúning við Bláfjallagönguna á fullt og stefna á að fá á annað hundrað þátttakendur í öllum flokkum.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Fékk svo flotta mynd af formanninum senda að norðan að ég stóðst ekki að setja hana inn. Ég skoðaði úrstlit og fann bara fjóra keppendur frá Ulli. Gaman væri að heyra ef fleiri Ullungar hefðu verið í brautinni á Ak.
Nú eru bara tvær vikur í Bláfjallagönguna og auðvitað fjölmennum við í sporið.
kv. Vala
Skíðagöngufélagið Ullur, 1.2.2009 kl. 22:37
Já þarf ekki að kalla fund í undirbúningsnefndinni?
dj (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.