Stuð í dag.

IMG_8903Vorum snemma á ferðinni með námskeiðið og gengum því í þoku en góðu veðri. Flestir löbbuðu langt allt að 12 km.

Upp úr 1 reif hann af sér og kom þá þetta fína verður.

Krakkarnir gengu upp í gil þar sem við vorum með langstökksæfingu.  nokkur persónuleg met voru slegin og kannski íslandsmet því ég veit ekki til þess að keppt hafi verið í skíðalangstökki áður :)

Fyrsta Íslandsgangan 2009 fór fram í Hlíðarfjalli í dag. Við áttum fjóra fulltrúa.  Guðmundur Arnar og Hrefna Katrín keppa í flokki 16-34 ára og gengu 24km.  Arnar gekk á tímanum 1:42:28 og lenti í 8. sæti en Hrefna Katrín lenti í 3. sæti á tímanum 2:21:28.  Í flokki 50 ára kepptu þórhallur Ásmundsson og Þóroddur formaður, þeir fóru einnig 24km. Þórhallur kom í mark á tímanum 1:44:25 í 25. sæti.  Eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá formanninum því hann skilaði sér ekki í mark.  Hann hefur ekki enn sent inn skýrslu til stjórnar um hvað gerðist en það verður allt gert opinbert þegar við höfum komist til botns í málinu.  Um eitthundrað þátttakendur voru skráðir til leiks. Áfram Ullur. Úrslit

Við tókum nokkrar myndir sem að við erum að reyna að koma í myndaalbúmið hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband