Frábær hringur í Bláfjöllum

Fjölskyldan var að koma úr Bláfjöllum. Þar er mjög skemmtilegur 5,3 km hringur sem kemur við á báðum bílastæðum og frábært spor. Fjölskyldan gekk samtals rúma 50 km, í köldu en góðu veðri.

 

Fríða, Darri, Heiða og Gústaf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis að Fríða og börnin hafa náð að hala inn kílómetrana fyrir þig Darri.

Þóroddur F.

Þóroddur F (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:38

2 identicon

Sssshhhhhhhhh! Ekki svona hátt!

Darri (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:56

3 identicon

Seinni partinn í dag var svo stóri 10 km hringurinn upp á Heiðartoppa troðinn í fyrsta sinn í vetur.

Ég leit í slóðina og paufaðist tvo hringi á skíðum sem voru því miður með röngum rennslisáburði, þannig að það var vel tekið á.

Snjórinn í brautinni var helst til mjúkur fyrir stafi með litlum hringjum

En túrinn var fínn og frábært að búið sé að troða allan hringinn.

Nú þarf þetta bara að þjappast betur og þá er vetrinum borgið.

Árni Tr. (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband