29.1.2009 | 11:20
Skíðaspor komið í Heiðmörk og á golvöllinn í Garðabæ
Samkvæmt heimasíðu Heiðmerkur var verið að troða gönguskíðabraut í Heiðmörk. Hringurinn byrjar við Helluvatn og sem leið liggur upp á Elliðavatnsheiði og tilbaka sunnan við Myllulækjartjörn.
Samkvæmt heimasíðu GKG hefur verið troðin skíðagöngubraut um golfvöllinn og er hún Garðabæjarmegin á landi GKG. Hægt er að leggja bílum við golfskálann eða æfingasvæðið og skemmta sér með skíðagöngu á meðan snjórinn dugar.
Verið er að kanna möguleika á að fá að spora á Korpúlfsstaðavelli.
Er einhver með vélsleða og gæti farið út með spora?
Þóroddur F.
Athugasemdir
Setjið hér inn fréttir úr sporunum, eða hringið í einhvern stjórnarmeðlim (ég 861 9561) sem setur þá uppl. inn.
ÞFÞ
Þóroddur F. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:08
Fór í sporið á golfvellinum í Garðabæ, það var allt í lagi, sporinn hafði verið dreginn með fjór/sexhjóli og því var þjöppun fyrir stafina ekki sem best en jörðin vel frosin undir snjónum. Hitti 4 Ullunga.
Þóroddur F.
Þóroddur F. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:51
Já endilega að koma upplýsingum um Spor inn á síðuna hjá okkur svo að maður viti hvar eru spor.
Þyrfti eiginlega að fara inn á skíðasvæðin líka. En bara svo að það sé á hreinu þá eru aðstæður í Mt. Blue frábærar og enginn ætti að láta slíkt fara fram hjá sér.
P.s. ég á Spora en ekki sleða. þarf ekki Ulllur bara að kaupa einn slíkan
dja
Skíðagöngufélagið Ullur, 29.1.2009 kl. 21:11
Fórum í Garðabæinn. Fínn hringur 1,7 km, en kannski ekki fyrir spari skíðin.
Fríða
Hólmfríður (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:30
Er raunhæft að leggja spor í Fossvogsdalnum?
Þá á ég við ef snjósleði yrði keyptur og snjór væri til staðar.
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.