28.1.2009 | 22:37
Íslandsgangan á Akureyri
Á Laugardaginn verður 1. Íslandsgangan af 5 haldin á Akureyri. Hinar göngurnar eru Bláfjöllum, Húsavík, Hólmavík og sú síðasta á Ísafirði. Ullungar eru hvattir til að mæta til leiks og sýna hvað við eigum stórt og flott félag. Það er hægt að ganga allt frá 1 km upp í 24km svo að þetta er fyrir alla.
Ég er sannfærð um að við fáum heimsókn til baka frá Akureyringum þegar við höldum okkar göngu. Látið í ykkur heyra ef þið ætlið norður, kannski hægt að sameinast um bíla og gistingu.
Fór í Bláfjöllin í dag. Það var 2km hringur á Leirunni. Snjómugga svo það fennti aðeins í sporið en annars bara mjög flott.
kv. Vala
Athugasemdir
Ég vona að það verði góður Ullungahópur á Akureyri! Ég ætla a.m.k. að vera með þar. Sjáumst!
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:40
Vegalengdirnar sem í boði eru; 4 km. 8 km og 24km. Aðstæðurnar hér eru alveg til fyrirmyndar, búið að leggja 12 km hring og allt fullt af snjó.
Vonast til að sjá sem flesta á laugardag.
kv.Kári
Kári Jóh. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:53
Er möguleiki á að það berist áburðartips fyrir laugardaginn? Er snjórinn í Hlíðarfjalli nokkuð farinn að eldast? Akureyringar geta náttúrlega látið snjóa þó að það sé ekkert slíkt á veðurkortum en ég er ss. bara að velta fyrir mér hvort geti verið þörf á klístri...
Kveðja, Hrefna
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:08
Það snjóði aðeins í Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Svo snjóar þar núna af mannavöldum.
Það er toppfæri í fjallinu
kveðja
helgi
Helgi H. Jóh. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:25
Takk :)
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:10
Ég ætla að mæta í gönguna á laugardaginn. Get boðið far ef einhver vill. Legg í hann um hádegi á föstudag.
k. Arnar 820-0060
Arnar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.