Úrslit í fyrsta innanfélagsmóti Ullar!

IMG_8745Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins. Þeir sem höfðu hugsað sér að ganga 5 km lentu út af brautinni sem þeim hafði verið ætluð. Vert er að taka fram að það var ekki keppendum að kenna, heldur skipuleggjendum mótsins, og verður vonandi betur að þessu staðið næst. Vegalengdin  sem flestir gengu (þar sem a.m.k. 2 keppendur gengu einhverja enn aðra leið!) var mæld að keppni lokinni og reyndist hún vera 3,8 km.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri gaman að sjá hér á síðunni nöfn og fæðingarár krakkanna sem spreyttu sig á 1 km.  Þau stóðu sig öll mjög vel.  Takk fyrir skemmtilegt mót í dásamlegu veðri.

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Skíðagöngufélagið Ullur

Bætti við einni mynd.  Ég bý til albúm fljótlega og set inn á myndir úr göngunni.  Ég var svo stolt af því að vera Ullungur í dag.  Göngubrautirnar voru fullar af fólki frá kl 10 í morgun og þegar við fórum heim kl 16:00 var fólk enn að.  Takk fyrir gott mót kæra mótsnefnd þið stóðuð ykkur vel. Það var séstaklega gaman að sjá þennan á hækjunum.  Áfram Ullur.  kv. vala

Skíðagöngufélagið Ullur, 25.1.2009 kl. 21:32

3 identicon

Takk fyrir mig. Það var allveg frábær dagur. Skemmtilegt námskeið og fullt búin að læra og gaman í mót - stutt en tók vel á :)  Vonum bara að það snjóa eitthvað meira og allt heldur áfram.  Áfram Ullur, yes!! Kv. Corinna

Corinna (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:48

4 identicon

Takk fyrir skemmtilegt mót og mér sýnist allir hafa staðið sig vel :) Hlakka til næsta!

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:02

5 identicon

Ástæðan fyrir að börnin eru ekki nafngreind er sú, að ég er ekki viss um að þau hafi öll skráð sig, þó þau hafi fengið númer og gengið. Það er kannski leiðinlegt ef listi er birtur og nafnið þitt vantar, og því fannst mér betra að birta engin nöfn.

Fríða

Hólmfríður (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 08:32

6 identicon

Sælir Ullungar,

það ætti að búa til einn link hér til hliðar með úrslitum.

Kv. Corinna

Corinna (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband