25.1.2009 | 18:25
Eftir veru í Bláfjöllum í dag
Frábært að sjá þáttökuna í námskeiðinu og dugnað þeirra sem þar eru. Börnin voru á fullu bæði á æfingunni og í keppninni.
Takk fyrir frábæran dag og góða þátttöku í mótinu, úrslit koma inn hér á síðun í kvöld.
Það verða veitt verðlaun en það mér að kenna það var ekki gert í dag þar sem ég fór að kynna þá hugmynd að hafa uppskeruhátíð í vor og afhenda þau þá en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin. Ef uppskeruhátíð verður, t.d. í vikunni eftir páska, þá verður hægt að afhenda verðlaunin þá en annars finnum við annað tækifæri.
Nú er að fjölmenna til Akureyrar um næstu helgi og taka þátt í Íslandsgöngunni.
Þóroddur F
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.