Námskeið heldur áfram á morgun þriðjudag

img_0512Frábær dagur í gær.
Þetta gat nú ekki byrjað mikið betur svona a.m.k. veðurfarslega. Hér má sjá myndir frá því í gær. 
 
Á morgun ætlum við að byrja kl 19:00 á sama stað og síðast við stólalyftuna í Suðurgili, sem er við Ármannsskálann. Við munum byrja eins og í gær á smá upphitun og svo fara menn og konur í sömu hópa og síðast en þeir sem voru ekki í gær eru svo saman. Hugsanlega munum við svo endurraða eitthvað aftur í hópana þar sem fjölgað hefur töluvert.
 
Á morgun verðum við a.m.k. 5 kennarar þannig að allir ættu að geta fengið fína athygli. Við ætlum að taka fyrir ýtingar, nema fyrir þá sem eru nýir, þeir fá upprifjun úr fyrri tíma.
 
Eftir tímann sem er um 1 klst. ætlum við að bjóða upp á smá leiðsögn í því að smyrja skíðin. Það verður að öllum líkindum í Ármannskálanum eftir æfinguna og stendur yfir í ca. 45 mínútur. Þeir sem taka þátt í því ættu því að hafa með sér þurra peysu til skiptanna ef fyrirhugað er að svitna mikið á æfingunni.
 
Svo minni ég á að gott (en alls ekki nauðsynlegt) er að hafa með sér ennisljós og að klæða sig frekar í margar þunnar flíkur en fáar þykkar. Munið svo að allar upplýsingar eru á heimasíðuskíðagöngufélagsins. Það er gott að kíkka á hana áður en lagt er á stað í fjallið.
 
Varðandi greiðslu þá óskum við eftir því að þið leggið beint inn á reikning Skíðagöngufélagsins Ullar 0117-26-6770, kennitala 600707-0780.
 
Þeir sem hafa greitt félagsgjaldið í Ulli nú þegar greiða 3500 kr. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Ulli greiða 4500 kr. og þeir sem að vilja ekki gerast félagsmenn í Ulli greiða 4900 kr.

Gott er að fá rafræna greiðslukvittun úr heimabanka ef kostur er á skidagongufelagid@hotmail.com

Kær kveðja Daníel & Co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband