17.1.2009 | 08:41
Skíðgöngunámskeið frestað til morguns
Slæmt veður er í Bláfjöllum núna. Él og þrumur og eldingar.
Því er námskeiðinu frestað þar til á sama tíma á morgun.
Tæplega 30 manns eru skráð á námskeiðið og því munum við skipta upp í a.m.k. 3 hópa.
Fyrirhugað er að hittast á bílastæðinu við Stólalyftuna í Suðurgili. (Innsta, vestasta lyftan)
Við verðum með áburð fyrir þá sem eru ekki á smurningsfríum skíðum.
Gert er ráð fyrir því að kennsla hefjist kl 11:00 þannig að fínt er að vera kominn aðeins á undan.
Fyrir þá sem ætla að fá leigð skíði þá er hægt að gera það í Skíðaleigunni niður í Bláfjallaskála kl. 10:30. Starfsmaður Bláfjalla verður þar til að taka á móti ykkur. Það er einhver spes díll í gangi sem að ég veit reyndar ekki alveg hvernig hljóðar. Segist bara vera á námskeiði.
Er ykkur finnst veðurútlit slæmt þá er hægt að fylgjast með heimasíðu skíðagöngufélagsins á blog.skidagongufelagid.is
Gsmnúmerið hjá mér er 820 6827 ef eitthvað er.
Kær kveðja Daníel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.