Skíðastaðagangan, 31. janúar

Skíðastaðagangan fer fram laugardaginn 31. janúar í Hlíðarfjalli og hefst kl. 13:00.  Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgangurinn m.a. að  hvetja almenning til þátttöku í þessari hollu íþróttagrein.

Skráning hefst kl 11:00 í gönguhúsinu.  Verðlaunaafhending og veitingar verða í Íþróttahöllinni kl 16:00, þar verður einnig hægt að fara í sturtu. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Skíðastaðagangan 24 km.: Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri.  Þátttökugjald er 2000 krónur. Skíðastaðagangan 8 km. og 4 km.:  Karla- og kvennaflokkur Þátttökugjald 16 ára og eldri er 1.500 krónur  Þátttökugjöld 13-16 ára 1000 krónur  Þáttökugjöld 12 ára og yngri 500 krónurAllar frekari upplýsingar á www.skidi.is og í síma 878-1624  Skráning: ganga@simnet.is Með von um að sjá sem flesta í Hliðarfjalli á laugardaginn 31.janúar,  Skíðafélag Akureyrar.         

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búinn að skrá mig. Viljal einhverjir far á föstudagskvöld og líklega til baka á laugardagskvöld, þáttt. í bensíni.

Þóroddur F.

Þóroddur F (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:05

2 identicon

Komið þið sæl!

 Ég vil hvetja sem flesta sem ætla að vera með á Akureyri að skrá sig, reyndar hef ég ekki enn fengið póstinn þinn Þóroddur en ég skal sjá til þess að þú sért örugglega skráður.  Hér hefur snjóað mikið að undanförnu þannig að það lítur vel út með aðstæður þann 31. næstkomandi.

Minni á  ganga@simnet.is og svo hvað þið ætlið langt og´í hvaða flokki.

bestu kveðjur Kári 

Kári Jóh. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband