14.1.2009 | 13:56
Fyrsta barnaæfing vetrarins
Nú er snjór í Bláfjöllum og spáin að ég held góð fyrir helgina. Fyrsta Ullarungaæfingin verður á laugardag kl 13:00. Við hittumst á leirunni við suðurgilið eins og í fyrra og leikum okkur saman til kl 14:00. Á meðan er tilvalið fyrir mömmur og pabba að taka nokkra hringi
Nú hefur Ullur fjárfest í 5 pörum af barnaskíðum. Þeir sem hafa áhuga á að pófa eru velkomnir á æfingu.
Við stefnum sem fyrr á Andrésarleikana á Akureyri í apríl. þeir sem fóru í fyrra muna hvað það var gaman og við viljum endilega fá fleiri með okkur.
Sjáumst á laugardag. kv. Vala 821-7374
Athugasemdir
Hlökkum til
Heiða og Gústaf
Heiða og Gústaf (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.