Aðstæður í Bláfjöllum

Veðurspáin lofar góðu svo langt sem séð verður. Spor eru ennþá takmörkuð í Bláfjöllum en með auknum snjó mun vonandi rætast úr.

Til þess að hjálpa stjórninni að gera sér grein fyrir notkun sporsins og þar með rökstyðja þörf, er hér með óskað eftir að þeir sem hafa farið í fjöllin frá laugardeginum 10. jan og þar til í gærkvöld gefi um það skýrslu hér eða sendi tölvupóst á Doddi1@hive.is. Stjórnin hefur ekki lagt áherslu á lengra spor en kringum leiruna á virkum dögum en nú fer að verða fært að leggja lengri spor um helgar.

Þá væri æskilegt að fá upplýsingar um hve margir Vasafarar eða þátttakendur í öðrum göngun erlendis í vetur eru að æfa í Bláfjöllum.

Frétta af námskeiðum er að vænta.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þóroddur,
Ég hef hitt þig annað slagið í Bláfjöllunum í vetur. Um síðustu helgi var ég ásamt sex félögum frá Útivist og gengum við 10 KM
hring þ.e. stóra hringinn inn að Heiðartoppum og þaðan inn í Kerlingardal. Þó svo ekki hafi verið troðið var fínt færi allan hringinn.

Ég vil gera það að tillögu minni (hef reyndar sent um það ósk á vef Bláfjalla) að ekki séu eingöngu upplýsingar um troðnar göngubrautir, heldur
komi líka fram ástandið á Heiðinni. Það er mjög mikið af fólki í kring um mig sem er að ganga á fjallaskíðum og það eina sem við þurfum er snjór troðinn eða ótroðinn.
 
Kveðja,

Trausti Tómasson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:35

2 identicon

Sæll Trausti og takk fyrir þetta. Ég er avleg hjartanlega sammála þér um þetta og við Ullungar eru stöðugt að ræða við Bláfjallamenn um skort á upplýsingum og ég var í símasambandi við þá núna rétt í þessu og benda á að þó ekki hafi verið útlit í morgun fyrir að hægt væri að leggja spor að þá hefði átt að geta þesss að nýjar fréttir kæmu t.d. kl. 15:00 því á virkum dögum hugsa flestir sér að fara eftir vinnu. Ég heyrði líka í Magnúsi framkvæmdastjóra skíðasvæðanna í Bláf. og Skálaf. í morgun og þá kom fram að verið er að opna nýja heimasíðu sem gefur möguleika á að koma inn uppl. í gegnum síma og þannig geta vonandi fyrstu menn uppi á heiði sent SMS á lykilaðila sem geta þá sett upp. inn á heimasíðuna. Við Ullungar höfum verið að gera þetta með hringingum í okkar lykilfólk í bænum. Ég held að við skíðagöngufólk verðum sjálf að vinna í því að koma uppl. um aðstæður utan svæða þar sem lögð eru spor og er spurning hvort að það ætti ekki að vera á vegum FÍ og Útivistar á meðan annar grundvöllur er ekki til staðar. Við í Ulli erum líka að vonast til að fá nýja heimasíðu og þar myndum við vilja geta upplýst um allt er varðar skíðagöngu í spori sem utan.

Þóroddur F.

Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:47

3 identicon

Takk fyrir þetta Þóroddur,´

Þessar  upplýsingar (eða vöntun á upplýsingum) eru á vefsíðu Bláfjalla:

-------------------------------------------------------------------------
14. janúar 2009
Kl. 08:30

Hiti: -2,5°
Vindur: a 3-8/m sek
Skyggni:  Þoka
Úrkoma: snjókoma

Nú snjóar hjá okkur , vonandi heldur það áfram út vikuna .
----------------------------------------------------------

Þetta segir ekki mikið - er opið eða ekki? Er snjór til þess að skíða þó ekki séu troðnar brautir? Það ætti ekki að vera mikið mál að lagfæra þetta. Það er alltof mikill doði yfir starfsmönnum skíðasvæðanna með að  koma upplýsingum um ástand svæðisins til okkar gönguskíðafólks. Úr þessu verður að bæta.

Bestu kveðjur,

-Trausti

Trausti Tomasson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband