11.1.2009 | 17:11
Íslandsgangan 2009
Ég vil minna fólk á Íslandsgönguna og hvetja til þátttöku. Horfur eru á að skíðafæri haldist ágætt í Bláfjöllum á næstunni og er um að gera að notfæra sér það ekki minnst þeir sem ætla í Vasa-gönguna eða aðrar langgöngur. Við meigum heldur ekki gleyma því hvað skíðaganga er góð líkamsrækt sem við eigum að hvetja fólk til að stunda burt séð frá því hvort það hefur áhuga á að taka þátt í göngum þar sem tími er tekinn.
Athugasemdir
Ég er að velta fyrir mér hvort einhver eigi vax straujárn sem viðkomandi vildi selja fyrir sanngjarnt verð. Þarf að vera hægt að stilla hitastigið á járninu og er mér sama hvort það sé gamalt og mikið notað.
Kv Haraldur Hilmarsson
ps.allir í Bláfjöll ,þar er gott að gleyma krepputalinu
Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:37
Já gleymdi víst að setja netfangið mitt inn
haraldur@haralduringi.com
kv Haraldur Ingi Hilmarsson
Haraldur Hilmarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:40
Er að leita ferðaskíði með stálköntum 2m og öllu sem tilheyrir = skó nr.41-42, binding, stafir. Einhver sem vill selja svoleiðis?
Corinna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:40
Héld að netfangið kæmi með... corinna@ferill.is
Corinna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:41
Er að leita að fari frá Osló til í Selen eða nágrenis fimmtudagin 26.febrúar. Fer með flugleiðarvélinni þann dag og var að velta fyrir mér hvort einhver væri á sömu leið sama dag vegna vasagöngunar. Var að vonast til að einhver væri á sömu ferð sem gæti leyft mér að fljóta með.
Kv.Skúli Húnn Hilmarsson
email:haraldur@haralduringi.com
Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:43
þetta líst mér á, mikið að gerast á síðunni. Gaman væri að heyra í þeim sem ætla norður í Íslandsgönguna á Akureyri. Ég stefni á að fara með mína fjsk. kv. vala
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:15
Flott að spjalla hér, ég stefni til Akureyrar, líklega föstudagskvöld og suður laguardagskvöld, pláss fyrir 3 eða þigg far. Hef áhuga á að kaupa skíðabox til að hafa á bíltoppnum.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:17
Ég stefni líka norður, a.m.k ef ég fer eitthvað að komast á skíði.... Veit ekki enn hvort ég verð ein eða fleiri.
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.