5.1.2009 | 22:17
Æfingaferð í snjóinn á Króknum???
Horfur á skíðafæri hér á SV-horninu eru ekki góðar og því hefur komið upp sú hugmynd að fara norður á Sauðárkrók á laugardaginn ef horfur þar verða góðar. Farið yrði af stað kl 07:00 og teknar 2-3 æfingagöngur áður en ekið væri í bæinn um kaffileytið, þ.a.l. heima um kvölmat. Hugmyndin er að fylla bíla og kostnaði skipt.
Er einhver áhugi á þssu??
Látið þá vita hér á síðunni og hvort þið hafið pláss í bíl eða óskið eftir fari. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Spáin er nú þegar ekki góð fyrir laugardaginn en sjáum til.
Þóroddur F.Þ. (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:08
Mér líst vel á þetta. Hugsanlega er ég með einn fullorðinn með mér. Þiggjum gjarnan far, en annars á eigin bíl. Björk sími 866 9409.
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:03
Veðurhorfur á laugardag norðan 13-18 m/s og éljagangur, það er því lítið spennnandi að fara á Sauðárkrók og ætla ég t.d. ekki. Það er hins vegar hugsanlegt að það verði færi í Bláfjöllum ef það byrjar að snjóa síðdegis í dag og spáð er að lægi á morgun.
Þóroddur F.
Þóroddur F. (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.