Gleðilegt ár allt skíðagöngufólk

Á þessum tímamótum er mér það efst í huga.... Nei annars, læt stjórnmálamönnunum eftir að skrifa á þessum nótum.

Veðurguðirnir voru skíðafólki hliðhollir á liðnu ári og engin spurning held ég að þeim fjölgaði sem fóru að stunda skíðaíþróttina og þá ekki síður göngu en alpagreinar. Snjóalög í haust vöktu líka væntingar um að nú væri tími okkar skíðagöngufólks kominn en umhleypingar hafa skemmt svolítið fyrir, alla vega hér á SV-horninu. Það á hins vegar að herða okkur og hvetja til dáða þegar göngufæri gefst, margir eru duglegir að skokka og í ræktinni og mæta án efa öflugir þegar að fyrstu Íslandsgöngunni kemur á Akureyri í lok janúar.

Vonir standa til að áður en Íslandsgangan fer fram í Bláfjöllum, 14. febrúar, verði Ullur búinn að fá aðstöðu í sérstöku húsi í Bláfjöllum, sem verður reynda ekki komið á endanlegan stað fyrr en næsta sumar.

Gleðilegt ár og sjámst sem fyrst á gönguskíðum.

Þóroddur F.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár! Vonandi snjóar sem mest...

En er ekki Bláfjallagangan 14. febrúar? Það stendur a.m.k. á mótaskránni á ski.is og á fleiri stöðum.

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 08:38

2 Smámynd: Skíðagöngufélagið Ullur

Hárrétt Hrefna Bláfjallagangan verður 14. feb.

ÞFÞ

Skíðagöngufélagið Ullur, 2.1.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband