Allir í Bláfjöllin

Það var skemmtilegru hringur í Bláfjöllum í gær sem Hólmfríður Vala mældi 3,3 hann var lagður aðeins upp í brekku og upp í gilið svo það var tilbreyting, puð upp ef maður vildi og rennsli með góðu álagi á lærin niður. Miðað við veðurhorfur núna í morgunsárið á ég ekki vona á öðru en að það verði lagður sami eða svipaður hringur eða jafnvel lengra upp á heiði en margt fólk tróð spor þangað uppeftir og var það djúp slóð í mjöllinni.

Það sýndi sig í gær að miðað við þykktina á lausamjöllinni er æskilegt að það sé troðin sama leið dag eftir dag svo hún þjappist. Á köflum sem voru nýir í gær sukku stafirnir 10+ sentimetra niður og gerði það erfitt fyrir að taka t.d. tvöfalt staftak, þessu munum við koma á framfæri við Jón troðara sem er annars að gera fína hluti. Hlákan sem spáð er gerir vonandi ekki annað en að þjappa snjódyngjuna svo frís hún og færið verður ennþá betra í framhaldinu.

Allir Ullungar á skíðin, munið að við ætlum að fjölmenna í Íslandsgöngurnar, við verðum einnig með Reykjavíkurmót og Ullungamót í vetur.

Því má bæta við að ég skrapp í Heiðmörk á heimleiðinni í gær, þar er nægur snjór en ótroðið og var ekki beinlínis mikið út úr göngunni að hafa annað en ánægjuna í frábæru umhverfi.

Þórodur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband